Lífið

Net­flix birtir mynd af „nýju“ drottningunni

Að­stand­endur The Crown hafa birt mynd af Oli­viu Col­man í hlut­verki Elísa­betar II Bret­lands­drottningar. Hún tekur við hlut­verkinu af Claire Foy í þriðju og fjórðu seríu þátta­raðarinnar.

Olivia Colman tekur við hlutverki drottningarinnar í nýjum kafla um lífshlaup hennar. Mynd/Netflix

Fyrsta myndin af Oliviu Colman í hlutverki Elísabetar II Bretlandsdrottningar, í þáttaröðinni The Crown, hefur litið dagsins ljós. Framleiðandi þáttanna, Netflix, birti mynd af Colman nýverið en hún tekur við hlutverkinu af Claire Foy.

Tvær seríur eru þegar komnar út af þessum geysivinsælu þáttum, sem eru þeir dýrustu sem Netflix hefur framleitt. Foy þykir fara með stórleik í þáttunum en komið er að kaflaskilum í lífi drottningarinnar, í þáttunum það er að segja. Lék Foy drottninguna í lífi hennar árin 1947 til 1963.

Þættirnir segja frá lífshlaupi Bretlandsdrottningar og eiginmanns hennar Filippusar prins, hertoga af Edinborg. Colman tekur nú við næsta kafla í lífi drottningarinnar en hún hefur til að mynda leikið í þáttunum Broadchurch og The Night Manager, en þeir fyrrnefndu hafa notið mikill vinsælda hér á landi.

Þá hefur verið greint frá því að Tobias Menzies taki við hlutverki Matt Smith sem Filippus prins og Helena Bonham Carter við hlutverki Margrétar prinsessu, sem Vanessa Kirby lék áður.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Drottningin fékk minna borgað en prinsinn

Lífið

Brellur og auka­per­­­sónur skyggja á Heru Hilmars

Lífið

Beyoncé tók lagið í indverskri veislu

Auglýsing

Nýjast

„Ég hef grátbeðið hana að svara símanum“

Með heiftarlegt ofnæmi fyrir kulda

Bókar­kafli: Geð­veikt með köflum

Arna Ýr og Vignir fjölga mann­kyninu

Kom nakinn fram hjá Gísla Marteini

Ótrúleg saga Vivian Maier

Auglýsing