Fjórða Matrix kvik­myndin kemur út í desember á þessu ári. Mikil leynd hefur hvílt yfir sögu­þræði myndarinnar og nú hefur Warner Bros sent frá sér stiklu sem gefur góða mynd af því sem koma skal.

Fyrsta myndin kom út árið 1999 og myndirnar þrjár, The Mat­rix, The Mat­rix Reloa­ded og The Mat­rix Re­volutions nutu gífur­legra vin­sælda og fjölluðu í grunninn um mörkin milli raun­veru­leika og sýndar­veru­leika.

Svo virðist sem eitthvað hafi breyst frá lokum þriðju myndarinnar en eins og kemur fram í stiklunni hér fyrir neðan virðast Neo og Trinity ekki kannast við hvort annað. Stórar spurningar vakna um hvort um sé að ræða annan veruleika eða hvort þau Neo og Trinity sem við þekkjum hafi gleypt röngu pillurnar og séu enn á ný föst í sýndarveruleikanum.

Þau Keanu Ree­ves og Carri­e-Ann Moss, sem fóru með hlut­verk Neo og Trinity, mæta aftur til leiks ásamt Jada Pinkett-Smith og það er enginn önnur en Lana Wachowski, önnur Wachowski systranna, sem leikstýrir kvikmyndinni.

Nýjar persónur eru kynntar til leiks en í stiklunni má meðal annars sjá leikarana Neil Patrick Harris og Jonathan Groff. Svo virðist sem nýr leikari túlki hlutverk Morphius, eða öllu heldur persónu sem líkist Morphius á marga vegu, en það er Yahya Abdul-Mateen sem DC aðdáendur þekkja úr Aquaman þar sem hann lék Manta.

Hér fyrir neðan má sjá stikluna.