Pipar­meyin Claire Crawl­ey lætur sér fátt um finnast um gagn­rýni á­horf­enda Bachelorette sem hneyksla sig á því að hún hafi gert karl­kyns von­biðlum þáttanna að ber­hátta sig í brenni­bolta­leik frammi fyrir al­heimi.

Þátturinn var sýndur á dögunum og varð tap­liðið að sætta sig við að ganga heim til sín í g-streng einum fata. At­riðið má sjá hér neðst í fréttinni en ABC sjón­varps­stöðin banda­ríska setti svarta kassa utan um kyn­færi strákanna.

Crawl­ey hefur verið harð­lega gagn­rýnd á sam­fé­lags­miðlum af að­dá­endum. Vilja þeir meina að um tví­skinnung sé að ræða og hafa ein­hverjir full­yrt að karl­kyns pipar­sveinn í Bachelor þætti hefði ekki komist upp með að setja kven­kyn­svon­biðlum slík skil­yrði.

Claire sem sjálf var keppandi í Bachelor þátta­röðinni þar sem Juan Pablo var sjálfur pipar­sveinninn, gefur hins­vegar lítið fyrir þessa gagn­rýni. Svaraði hún að­dáanda með úr sinni seríu þar sem Andi Dorf­man og Lucy Aragon voru látnar ber­hátta sig með Juan Pablo.

Ein­hverjir að­dá­endur komu pipar­meynni hins­vegar til varnar. Bentu þeir á að flug­maðurinn Peter Weber hefði beðið sína von­biðla um að glíma á nær­fötunum einum saman. Þá hefði Chris Sou­les látið sína kepp­endur keyra um á traktorum í bikiní. Þá voru ein­hverjir að­dá­endur alls ekki á­nægðir með svör pipar­meyjarinnar.