Leikarinn Tim Allen neitar því að hafa sýnt leik­konunni og fyrir­sætunni Pamela Ander­son getnaðar­liminn sinn þegar þau léku saman í þáttunum Home Improvement.

Ander­son, sem gerði garðinn frægan í þáttunum Baywatch, lék um tíma í gaman­þáttunum Home Improvement á­samt Allen. Í væntan­legri ævi­sögu sinni greinir Ander­son frá því að Allen hafi sýnt henni getnaðar­lim sinn.

„Hann sagði að þetta væri bara sann­gjarnt því hann hefði séð mig nakta. Núna værum við jöfn. Ég hló vand­ræða­­lega,“ segir Pamela í bók sinni, Love, Pamela, sem kemur út í dag, 31. janúar.

Allen hefur nú svarað þessum á­sökunum og neitar að hafa berað sig fyrir Ander­son.

„Hún var frá­bær sam­starfs­fé­lagi. Hún er skemmti­leg stelpa,“ sagði Allen við blaða­mann Daily Mail.

„Allir elskuðu hana, en allir hjá ABC eru von­sviknir með minnið hennar, orðum það þannig,“ sagði Allen og bætti við að hún væri góð stelpa.

Ander­son hefur nú einnig varið gjörðir Allen, en hún telur að hann hafi verið að grínast.

„Tim er grín­isti, það er hans starf að fara yfir strikið. Ég er viss um að hann meinti ekkert illt með þessu,“ sagði Ander­son.