Banda­ríski leikarinn Brad Pitt hefur neitað á­sökunum fyrr­verandi eigin­konu hans, leik­konunnar Angelina Joli­e um að hann hafi beitt henni og börnum þeirra of­beldi í einka­flug­vél árið 2016.

Joli­e hefur haldið því fram að Pitt hafi tekið eitt barna þeirra háls­taki og slegið annað í and­litið, í á­tökum sem áttu sér stað í einka­flug­vél þegar fjöl­skyldan ferðaðist frá Frakk­landi til Banda­ríkjanna. Pitt á þá einnig að hafa gripið um höfuð Pitt og hrist hana.

Tals­maður Pitt sagði í sam­tali við CNN að á­sakanir Joli­e væru ekki sannar, en Banda­ríska al­ríkis­lög­reglan hafði áður rann­sakað meint of­beldi Pitt gegn börnum hans.

Pitt og Joli­e giftust árið 2014, en þau eiga saman sex börn. Pitt hefur ekki átt í miklum sam­skiptum við börnin sín síðan hann og Joli­e skildu árið 2019, en hann segir að Joli­e sé að halda honum frá börnunum.

Fjölskyldan á góðri stundu.