Kati­e Thur­ston, nýjasta pipar­meyin í Bachelorette-seríunni, harð­neitaði að taka þátt ef að Chris Har­ri­son yrði á­fram með sem kynnir. Þetta kemur fram í ítar­legri greiningu miðilsins Varie­ty á brott­för Har­ri­son úr Bachelor/Bachelorette.

Varie­ty ræddi við fjölda starfs­fólk sem enn starfar eða starfaði fyrir þættina sem greinir frá því hvernig mál þróuðust eftir að Har­ri­son varði rasíska hegðun eins keppanda, Rachael Kirkconnell, í síðustu Bachelor-seríu í pod­casti í febrúar síðast­liðnum.

Ítar­lega hefur verið fjallað um málið á vef Frétta­blaðsins en Kirkconnell deildi mynd af sér á Insta­gram árið 2018, klædd í búning frá þeim tíma er þræla­hald var enn við lýði í Suður­­­ríkjum Banda­­­ríkjanna. Matt James, pipar­­sveinn, hætti með Kirkconnell í kjöl­farið, en þau eru nú byrjuð aftur saman.

Greint er frá því í grein Varie­ty að Har­ri­son hafi talað beint við Thur­ston eftir að ljóst varð að hún varð pipar­meyin og að hún hafi tjáð honum að henni myndi ekki líða vel með það ef hann væri með vegna á­greiningsins í kringum hann. Hann er sagði hafa verið í miklu upp­námi eftir það sam­tal.

Hvorki ABC eða Warner sem fram­leiða þættina hafa viljað tjá sig um þetta sam­tal Thur­ston og Har­ri­son.

Í greininni segir að Harrion hafi fengið greiddar um níu milljónir Banda­ríkja­dala auk samnings­bundinna gjalda sem voru um ein milljón dala. Það sam­svarar um 1,2 milljarði ís­lenskra króna og miðað við það sem segir í grein Varie­ty eru það tvö­föld árs­laun Har­ri­son fyrir þáttinn og gefið í skyn að ekki sé um ýkja háa upp­hæð að ræða miðað við langa veru hans sem kynnir þáttanna.

Hér er hægt að lesa ítar­lega grein Varie­ty í heild sinni.