Hin 36 ára gamla Kate Kelti­e, sem gerði garðinn frægan í áströlsku sápu­óperunni Ná­grannar, glímir nú við fjórða stigs krabba­mein. Kate lék Michelle Scully í þáttunum á árunum 1999 til 2004 og kom alls fram í rúmum 300 þáttum á sínum tíma.

Fjöl­margir að­dá­endur þáttanna hafa sent Kate bar­áttu­kveðjur. Þá var söfnun hrundið af stað fyrir hana og var mark­miðið að safna sem nemur tveimur milljónum króna. Þegar þetta er skrifað stendur upp­hæðin hins vegar í um 2,5 milljónum króna.

Í fréttum ástralskra fjöl­miðla kemur fram að Kate hafi greinst með brjósta­krabba­mein og meinið hafi þegar dreift sér í eitla, blóðið og bein.

Á GoFundMe-síðu sem sett var á lag­girnar vegna veikinda leik­konunnar kemur fram að hún hefji lyfja­með­ferð í þessari viku og fram undan sé stórt og krefjandi verk­efni. Í yfir­lýsingu segist Kati­e sjálf vera afar þakk­lát fyrir þann stuðning sem hún hefur fundið fyrir.

Kate Keltie hér lengst til vinstri ásamt meðleikkonum sínum úr Nágrönnum.