Lífið

Nei við óþarfa og Já við lífsgæðum

KYNNING - Einkunnarorð Neutral eru að það borgi sig að segja nei við óþarfa og já við lífsgæðum. Húðofnæmi barna verður æ algengara og skiptir máli að velja vörur án ilmefna og óæskilegra aukefna fyrir börnin.

Með því að velja vörur án ilmefna og óæskilegra aukefna má draga úr hættunni á að börn þrói með sér húðofnæmi snemma á lífsleiðinni.

Barnalínan frá Neutral inniheldur hvorki paraben né ilm- og litarefni. Allar vörur í línunni bera Svansmerkið og eru vottaðar af dönsku astma- og ofnæmissamtökunum.

Vörur sem komast í snertingu við húð eru til dæmis þvottaefni, krem og sápur. Neutral mælir með handsápu og uppþvottalegi án aukefna fyrir foreldra með ungbörn.

Neutral-barnalínan samanstendur af blautklútum, barnasjampói, barnabaðsápu, barnaolíu, barnahúðkremi og sinksalva. Þá er mælt sérstaklega með Neutral fljótandi þvottaefni fyrir barnaföt þar sem það leysist einstaklega vel upp og engin hætta er á að þvottaefnisagnir sitji eftir í fötunum eftir þvott.

Þess má geta að Neutral Colour, fljótandi þvottaefnið, hlaut verðlaun sem besta ofnæmisprófaða þvottaefnið af alþjóðlegu vottunarmiðstöðinni Allergy Certified árið 2017.

Mömmur og pabbar

Neutral býður upp á Svansmerkt þvottaefni, uppþvottalög, handsápu og aðrar hreinlætis- og snyrtivörur fyrir mömmur og pabba.

Þekkir þú Svansmerkið?

Svansmerkið er trygging fyrir gæðum vörunnar og setur strangar kröfur um að heildarlífsferill hennar sé vistvænn. Virkni Svansmerktrar vöru þarf að vera jafn góð eða betri en í sambærilegum vörum. Vottun frá astma- og ofnæmissamtökunum er trygging fyrir því að varan sé gaumgæfilega metin af efnafræðingum. Hvert og eitt efni er metið, og gaumgæfilega rannsakað hvernig það vinnur með hinum innihaldsefnunum.

Þú þarft því ekki að þekkja innihaldsefnin eða hafa áhyggjur af skaðlegum efnum í Neutral-vörum fyrir barnið þitt, því það er búið að rannsaka það fyrir þig!

RÁÐ TIL AÐ DRAGA ÚR OFNÆMI

Það gefur góða raun að …

… forðast vörur sem innihalda ofnæmisvalda, svo sem ilm- og litarefni eða paraben.

… þvo sæng og kodda barnsins við 60° hita fjórum sinnum á ári og sængurfötin vikulega til þess að drepa rykmaura.

… þvo öll ný föt áður en þau eru tekin í notkun. Þau geta innihaldið mikið af litarefnum eða öðrum óæskilegum efnum, til dæmis formaldehýð.

… lofta reglulega út með því að opna alla glugga í 10 til 15 mínútur. Regluleg loftskipti eru mjög mikilvæg. 

… hafa barnið á brjósti í að minnsta kosti 4 mánuði, ef það er mögulegt, til þess að styrkja ónæmiskerfi þess. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Friðrik Ómar fyrstur og Hatari síðastur

Menning

Eins og að klífa hæstu tinda heims

Lífið

Margt er gott að glíma við

Auglýsing

Nýjast

Konudagurinn, dagurinn hennar!

Leið eins og elti­hrelli

Freistandi konudagsréttir

Upplifa enn mikla skömm

Kvika er hryllingssaga um ástina

Leyfir gestum að húðflúra sig á sýningu

Auglýsing