Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, og íþróttafræðingurinn Sævar Ólafsson nefndu soninn Brimir Jaki. Frá þessu greindi Dóra Björt í færslu á samfélagsmiðlum í vikunni.

Hugmyndina að nafninu Brimir fengu þau úr barnabókinni Blái hnötturinn, þar sem aðalpersónan heitir því nafni.

Jaki er hins vegar eftir verkalýðsleiðtoganum, Guðmundi J. Guðmundssyni sem oft var nefndur Guðmundur Jaki.

Brimir Jaki kom í heiminn 26. apríl síðastliðinn og er fyrsta barn foreldra sinna, en fyrir á Sævar eitt barn.