Gis­ela Juarez hefur öðlast heims­frægð eftir að hún vakti á því at­hygli að nef sitt hefði byrjað að bólgna upp og stækka eftir tvær fegrunar­að­gerðir. Greint er frá á vef Peop­le en sjá má við­tal við Gis­elu neðst í fréttinni.

Juarez mætti til læknanna í raun­veru­leika­þáttunum Botched á E En­terta­in­ment sjón­varps­stöðinni. Þeir heita því að þeir ætli að hjálpa henni. Hún fór í tvennar fegrunar­að­gerðir á nefinu og þá síðari fyrir hart­nær átta árum síðan.

„Hrað­spólum átta ár og ég tek eftir því að nefið mitt fór að breytast,“ segir Gis­ela. „Nef­broddurinn varð kringl­óttari og kringl­óttari og þá hugsaði ég að eitt­hvað væri ekki í lagi. Sér­stak­lega þegar mig fór að verkja.“

Hún segir að hún hafi farið til sér­fræði­læknis sem hafi ekki getað svarað því hvað sé að. „Hann segir bara að hann viti ekki hvað ég sé með, að þetta sé mögu­lega til­kynningar­bært til­felli,“ segir hún. Hann telji að mögu­lega geti verið um æxli að ræða.

„Ég vil vera í lagi. Ég á þrjár dætur og sú yngsta er sjö mánaða gömul og ég vil vera heil­brigð fyrir þær. Til­hugsunin um að vera með æxli í nefinu. Ég vil ekki þurfa að hugsa um það.“