Natan Dagur Bene­dikts­son, frægasti Ís­lendingur Noregs, komst á­fram í norska raun­veru­leika­þættinum The Voice í gær­kvöldi. Natan söng á ís­lensku en hann flutti ís­lenska lagið Vor í Vagla­skógi í út­gáfu Kaleo.

Einungis fjórir komust á­fram í gær en átta stigu á svið. Þetta var fyrsta beina út­sendingin en eins og Frétta­blaðið hefur í­trekað greint frá hefur Natan Dagur gjör­sam­lega slegið í gegn. Hann sagðist vera spenntur en stressaður í samtali við Fréttablaðið.

„Já, ég hef lært slatta, bæði hvað varðar tón­list í sjón­varpi og utan sjón­varps, hvernig allt virkar í kringum svona keppni og hvað það er mikil­vægt að sýna sjálfan sig eins og maður er í raun og veru,“ sagði Natan á dögunum við Fréttablaðið um keppnina.

Okkar maður sló að sjálf­sögðu aftur í gegn í gær­kvöldi og vakti mikla lukku. Ís­lendingar gátu kosið í fyrsta sinn og hafa ef­laust margir gert það.

Hægt er að horfa á flutning Natans í gær­kvöldi með því að smella hér.