Natan Dagur Benediktsson tryggði sér sæti í gær sæti undanúrslitum The Voice í Noregi í gærkvöldi en átta manna úrslitin fóru fram í gær og var Natan einn af sex sem komust áfram í undanúrslitin sem fara fram næstkomandi föstudag.

Óhætt er að segja að Natan sé sterkur keppandi en hann sýndi sig og sannaði þegar hann tók lagið Vor í Vaglaskógi í útsetningu Kaleo og komst áfram í átta manna úrslit.

Lagið Back to Black eftir Amy Winehouse varð fyrir valinu að þessu sinni en Natan flutti lagið í sinni eigin útgáfu og sló í gegn.

Áhugavert verður að sjá hvaða lag verður fyrir valinu næstkomandi föstudag en eftir það eru aðeins úrslitin eftir.

Hægt er að nálgast flutning Natans frá því í gær hér.