Kvikmyndabransabiblían Variety greinir frá þessu og bendir á að tekist hafi að landa þessum samningum áður en tvær fyrirhugaðar sýningar verða á Napóleonsskjölunum á European Film Market, sem hefst í Berlín 15.febrúar.
Eins og margoft hefur komið fram byggir myndin á samnefndri bók Arnaldar Indriðasonar sem kom fyrst út 1999. Óskar Þór Axelsson leikstýrir myndinni en hann hefur áður lagað þekktar skáldsögur að kvikmyndaforminu með góðum árangri; Svartur á leik, eftir Stefán Mána, og Ég man þig, eftir Yrsu Sigurðardóttur.
Fjölþjóðlegt lið leikara kemur við sögu í Napóleonsskjölunum. Vivian Ólafsdóttir (Leynilögga, It hatched) er í aðalhlutverkinu dyggilega studd þeim Jack Fox (Riviera), Iain Glen (Game of Thrones), Ólafi Darra Ólafssyni, Adesuwa Oni (The Witcher), Annette Badland (Ted Lasso), Atla Óskari Fjalarssyni og Þresti Leó Gunnarssyni.