Bandaríska kántrí söngkonan Naomi Judd er látin 76 ára að aldri. Leikkonan Ashley Judd tilkynnti andlát móður sinnar á Twitter og segir hana hafa látist af völdum geðsjúkdóms.
„Við systurnar erum að upplifa harmleik. Okkar fallega móðir féll fyrir geðsjúkdómi. Við erum í molum. Við erum að upplifa mikla sorg en vitum að rétt eins og við elskuðum hana, var hún elskuð af öllum sem hana þekktu. Við búum við nýjan og ókunnan veruleika,“ segir í Ashley í færslunni.
Today we sisters experienced a tragedy. We lost our beautiful mother to the disease of mental illness. We are shattered. We are navigating profound grief and know that as we loved her, she was loved by her public. We are in unknown territory.
— ashley judd (@AshleyJudd) April 30, 2022
Naomi myndaði dúettinn The Judds ásamt dóttur sinni Wynonna Judd. Þær hafa unnið til Grammy verðlauna og til stóð að dúettinn yrði formlega tekinn inn í Frægðarhöll kántrí tónlistar í Bandaríkjunum á morgun.
Þá höfðu þær nýverið tilkynnt um fyrirhugað tónleikaferðalag, sitt fyrsta í heilan áratug.

My heart is sinking over the loss today of Naomi Judd at 76. She was a talented lady, and one of a kind, making The Judds iconic in every sense of the word. This pic was taken just a few weeks ago😢 pic.twitter.com/mRYJHUjTc8
— Cody Alan (@CodyAlan) April 30, 2022