Ofur­fyrir­sætan Naomi Camp­bell greindi frá því á Insta­gram í dag að hún væri orðin móðir í fyrsta sinn. Hin 50 ára gamla Camp­bell birti mynd af sér halda utan um tærnar á litlu stúlku sinni á­samt hjart­næmum texta.

„Lítil fal­leg blessun hefur valið mig til að vera móðir hennar. Það er svo mikill heiður að hafa fengið þessa litlu sál í líf mitt, orð geta ekki lýst tengingunni sem ég deili núna með þér litli engillinn minn,“ skrifaði Cam­bell á Insta­gram.

Ekki er ljóst hver faðir barnsins er eða hvort Camp­bell hafi fætt stúlkuna sjálf, fengið að­stoð stað­göngu­móður eða ætt­leidd barnið.

„Naomi hefur beðið þess að verða móðir í langan tíma og nú hefur það loks orðið að veru­leika,“ sagði heimildar­maður Pa­geSix um málið. „Hún er guð­móðir margra barna hjá vinum sínum og fjöl­skyldu og hefur alltaf hlakkað til þess að eignast sína eigin fjöl­skyldu.“