kynning

Námskeið fyrir starfsmenn í matvælaiðnaði og gæðamálum

Sýni ehf. starfrækir Matvælaskólann hjá Sýni. Boðið er upp á námskeið, fyrir matvælaiðnað og þá sem starfa að gæðamálum. Námskeiðin eru bæði almenn og sérsniðin að þörfum fyrirtækja.

Nánar er fjallað um námskeiðin á heimasíðunni www.syni.is og þar fer skráning einnig fram. MYND/ERNIR

Hjá Sýni starfar faglært fólk með háskólapróf í matvælafræði, örverufræði, efnafræði, sjávarútvegsfræði og verkefnastjórnun og er fyrirtækið í dag einn stærsti einkarekni vinnustaðurinn fyrir háskólamenntað fagfólk í matvælaiðnaði. Fyrirtækið hefur starfað frá árinu 1993 og byggir því á áratugareynslu.

Námskeiðin sem við bjóðum upp á hjá Sýni eru afar fjölbreytt og fer umfang þeirra eftir því hverjir sækja þau og hvort þau fara fram hér hjá okkur eða inni í fyrirtækjum. Námskeiðin eru einnig haldin úti á landi, allt eftir þörfum. Námskeiðin, sem fram fara hér hjá okkur, sækja starfsmenn margra ólíkra fyrirtækja í einu en námskeiðin sem kennd eru úti í fyrirtækjunum sjálfum eru sérsniðin að þörfum viðkomandi fyrirtækis, umfangi vinnslunnar og eðli hráefnisins sem unnið er með. Við heimsækjum fyrirtækið áður, skoðum aðstæður, tökum myndir og greinum hvað vel er gert og hvað má betur fara. Námskeiðið er síðan skipulagt í samvinnu við stjórnendur og verkefnavinnan sniðin að þörfum fyrirtækisins,“ útskýrir Valgerður Ásta Guðmundsdóttir, matvælafræðingur og ráðgjafi hjá Sýni ehf.

„Við erum mjög sveigjanleg varðandi efni og tímasetningar og þrautþjálfuð í að finna út hvað hentar hverju fyrirtæki best,“ segir Valgerður Ásta.

Sérhæfð námskeið

Meðal námskeiða sem kennd eru hjá Sýni er HACCP námskeiðaröð, eða HACCP 1, 2, 3 og 4.

„HACCP 1 er fyrir almennt starfsfólk, HACCP 2 fyrir þá sem unnið hafa lengur og bera t.d. ábyrgð á skráningum og eftirliti, HACCP 3 er m.a. fyrir verkstjóra, eftirlitsmenn og millistjórnendur og HACCP 4 fyrir gæðastjóra og þá sem setja upp kerfið og bera ábyrgð á því,“ útskýrir Valgerður Ásta.

„Við erum einnig með námskeið sem kallast Orsakagreining og áherslumiðaðar lausnir en í staðla-umhverfinu í dag er mikil áhersla lögð á orsakagreiningu og áhættumat. Til dæmis er verið að áhættumeta ferla, störf, tæki og fleira og er sama grunnaðferðafræðin notuð sama hver atvinnugreinin er. Þetta námskeið er því ætlað hverjum þeim sem koma að gæðamálum og áhættumati.

Þá erum við með sérhæfð námskeið meðal annars um merkingar á matvælum, sannprófanir og innri úttektir og einnig námskeið í örverufræði matvæla.

Við bjóðum einnig námskeiðaröð sem hægt er að taka á mismunandi löngum tíma og byggja smám saman ofan á. Þetta hentar til dæmis þeim sem hafa áhuga á að starfa við gæðamál í matvælaiðnaði. Námskeiðið er 150 stundir í heildina og dreifist á allt að tvö ár.

Kröfur um alþjóðlega matvælastaðla eins og BRC, IFS og ISO 22000 eru vaxandi í matvælaiðnaði bæði hérlendis og erlendis. Sýni ehf. er með reynslumikla sérfræðinga á sínum snærum sem kenna námskeið og veita ráðgjöf um hvernig fyrirtæki fara í gegnum þessa staðla.

Kennt á mörgum tungumálum

„Námskeiðin eru í boði á íslensku og ensku en einnig er boðið upp á túlkaþjónustu í öðrum tungumálum eins og pólsku. Við leggjum mikla áherslu á að þeir sem sitja námskeiðin skilji það sem fram fer og allir taki þátt í verkefnavinnu,“ segir Valgerður Ásta. „Við leggjum mikið upp úr að námskeiðin skili árangri og þá með góðum undirbúningi, verkefnavinnu og eftirfylgni. Á lengri námskeiðum kemur fólk yfirleitt með sitt eigið gæðakerfi eða vandamál og eru þá verkefnin aðlöguð að því.“

Nánar er fjallað um námskeiðin á heimasíðunni www.syni.is og þar fer skráning einnig fram.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

kynning

Íslensk risaeðlunöfn fyrir íslensk börn

kynning

Sterkari út í lífið

kynning

Sálfræðiþjónusta fyrir aldraða

Auglýsing

Nýjast

Bieber og Hailey staðfesta hjónabandið

Boltinn fór að rúlla

Við dettum öll úr tísku

Ekki til ein­hver ein rétt dauð­hreinsuð ís­lenska

Ís­lensk börn send í sósíalískar sumar­búðir

Rhys-Davies: „Þið eruð kraftmikið nútímafólk“

Auglýsing