Frægustu sápuóperuþættir allra tíma um nágrannana í úthverfi Melbourne eru á leiðinni aftur á skjáinn á næsta ári þökk sé Amazon. Eins og frægt er orðið batt Fremantle Media enda á framleiðsluna fyrr á árinu eftir 37 ára sigurgöngu.
Frægustu leikarar Ástralíu líkt og Kylie Minogue, Jason Donovan, Margot Robbie og Guy Pearce stigu öll sín fyrstu skref á leiklistarferlinum í þáttunum heimsfrægu sem sýndir voru hér á landi á Stöð 2 um margra ára skeið.
Frægustu persónur þáttanna líkt og Paul Robinson, Karl Kennedy, Kartan sjálf og Susan Kennedy verða allar á sínum stað þegar þættirnir verða framleiddir að nýju. Framleiðsla hefst á næstu mánuðum og verða frumsýndir á næsta ári.
Nýi þátturinn verður sýndur á sjónvarpsstöð Amazon í Bretlandi, Amazon Freevee sem þýðir að aðdáendur þar geta horft án endurgjalds. Í Ástralíu verða þættirnir aftur á sinni gömlu heimastöð Network 10 þar sem þeir voru sýndir um áratuga skeið.
Amazon segir að haldið verði í gamlar áherslur í nýju þáttunum. Framleiðslan sé á algjöru frumstigi en Amazon hefur einnig tryggt sér sýningarréttinn á gömlu þáttunum, sem telja þúsundir.
🚨 Breaking News from Erinsborough! 🚨
— Neighbours (@neighbours) November 17, 2022
Neighbours will return for a brand-new series next year exclusively on @AmazonFreevee, alongside thousands of episodes from previous seasons to stream as you please. 🎉 pic.twitter.com/1Qq2fIPgog