Frægustu sápu­óperu­þættir allra tíma um ná­grannana í út­hverfi Mel­bour­ne eru á leiðinni aftur á skjáinn á næsta ári þökk sé Amazon. Eins og frægt er orðið batt Fremant­le Media enda á fram­leiðsluna fyrr á árinu eftir 37 ára sigur­göngu.

Frægustu leikarar Ástralíu líkt og Kyli­e Minogu­e, Jason Donovan, Mar­got Robbie og Guy Pearce stigu öll sín fyrstu skref á leik­listar­ferlinum í þáttunum heims­frægu sem sýndir voru hér á landi á Stöð 2 um margra ára skeið.

Frægustu per­sónur þáttanna líkt og Paul Robin­son, Karl Kenne­dy, Kartan sjálf og Susan Kenne­dy verða allar á sínum stað þegar þættirnir verða fram­leiddir að nýju. Fram­leiðsla hefst á næstu mánuðum og verða frum­sýndir á næsta ári.

Nýi þátturinn verður sýndur á sjón­varps­stöð Amazon í Bret­landi, Amazon Free­vee sem þýðir að að­dá­endur þar geta horft án endur­gjalds. Í Ástralíu verða þættirnir aftur á sinni gömlu heima­stöð Network 10 þar sem þeir voru sýndir um ára­tuga skeið.

Amazon segir að haldið verði í gamlar á­herslur í nýju þáttunum. Fram­leiðslan sé á al­gjöru frum­stigi en Amazon hefur einnig tryggt sér sýningar­réttinn á gömlu þáttunum, sem telja þúsundir.