Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Árnastofnun og Háskóli Íslands efna til nafnasamkeppni um nafn á nýju húsi íslenskunnar sem opnar í vor. Í tilkynningu frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu kemur fram að samkeppnin muni standa út febrúar og í kjölfarið mun nefnd fara yfir tillögurnar og velja þá bestu. . Ríkið mun fá húsið afhent nú í febrúar en það mun opna formlega þann 19. apríl næstkomandi. Þá verður nafnið afhjúpað og sigurvegarar nafnasamkeppninnar hljóta viðurkenningu.
,,Það hillir undir að íslenskan og okkar dýrmætasti menningararfi fái langþráð og verðskuldað lögheimili. Hús íslenskunnar markar vatnaskil fyrir starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Með húsinu skapast loksins aðstaða til þess sýna okkar merkustu handrit sem eru samofin sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Þetta verður sannkallað hús þjóðarinnar, því hvet ég sem flesta til þess að þátt í nafnasamkeppni fyrir hús íslenskunnar,‘‘ sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.
Hægt er að skila inn tillögum að nafni á húsið á vef Árnastofnunar.