Sjón­varps­stöðin ABC hefur hafið undir­búning að næstu Bachelor seríu en gert var hlé á Bachelor eftir seríu Matt James og gerðar tvær seríur í röð af Bachelorette. Fyrst Kati­e Thur­ston og svo Michelle Young en sería hennar verður frum­sýnt í næsta mánuði.

Miklar vanga­veltur hafa verið undan­farna daga um hver verði næsti pipar­sveinn og hafa hæst farið sögu­sagnir um að Greg Grippo, Michael Allio eða Andrew Spencer úr seríu Thur­ston muni verða næsti pipar­sveinn en á vef Hollywood Reporterer haft eftir heimildar­mönnum að það verði enginn þeirra heldur karl­maður sem tekur þátt í seríu Michelle Young.

Sam­kvæmt Hollywood Reporter komu allir þrír úr seríu Thur­ston sterk­lega til greina en saga mannsins úr seríu Young er sögð hafa snert mest við þeim og því hafi þau á­kveðið að gefa honum tæki­færi.

Tökur á seríunni eiga að hefjast í lok þessa mánaðar og verður serían svo frum­sýnd í janúar á næsta ári. Á meðan biðinni stendur er hægt að fylgjast með fyrr­verandi þátt­tak­endum í Bachelor in Para­dise.