Veru­lega hefur fækkað í fylgj­enda­hópi Auðuns Lúthers­sonar, einnig kallaður Auður, á Insta­gram síðast­liðna viku. Fækkunin á sér stað í kjöl­far á­sakana um kyn­ferðis­brot af hans hálfu. Síðast­liðinn sólar­hring hafa síðan yfir 900 manns hætt að fylgja tón­listar­manninum sem státar þó enn af yfir 10.400 fylgj­endum.

Í byrjun maí var þessi vin­sæli tón­listar­maður með 12.800 fylgj­endur á sam­fé­lags­miðlinum. Síðast­liðinn mánuð hafa því nærri 2.400 manns ýtt á „un­follow“ þar af 1.800 síðast­liðna viku.

Borið hefur hátt á um­­ræðum um meint brot Auðuns á sam­­fé­lags­­miðlum síðast­liðna daga og hafa á­sakanirnar orðið til þess að Auður mun ekki koma fram á tón­­leikum Bubba í komandi viku eða á sviði Þjóð­­leik­hússins í upp­­­setningu Rómeó og Júlíu næsta haust.

Auðunn sendi frá sér yfir­­­lýsingu í gær þar sem hann baðst af­­sökunar og kvaðst hafa gengið yfir mörk. Tón­listar­­maðurinn þver­tók þó fyrir flökku­­sögur um al­var­­leg af­brot.

Í kjöl­far af­sökunar­beiðninnar stigu þrjár konur fram í fyrsta skipti og lýstu kyn­ferðis­legu of­beldi af hálfu Auðuns. Tvær þeirra sögðu af­sökunar­beiðnina hafa verið „eins og blauta tusku í and­litið“ þar sem mark­miðið hafi ekki verið að taka á­byrgð heldur að bjarga eigin skinni.