Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Ís­lands, líktist ný­bylgju­rokkara á mennta­skóla­árunum og hélt fræðslu­kvöld um getnaðar­varnir og kyn­sjúk­dóma þegar hann gegndi em­bætti for­seta Vísinda­fé­lags Mennta­skólans í Reykja­vík. Hann er ein­stak­lega bón­góður og er for­fallinn á­huga­maður um enska boltann.

Þetta er á meðal þess sem vinir og vanda­menn Jóns Atla hafa um hann að segja, en Jón Atli sækist nú eftir endur­kjöri sem rektor Há­skóla Ís­lands. Hann hefur gegnt stöðunni frá árinu 2015 og er einn í fram­boði.

Jón Atli á sínum yngri árum. Prúðbúinn að venju.

„Jón Atli var og er mér gríðar­lega hvetjandi fyrir­mynd. Sem mentor á þessum árum bæði miðlaði hann þekkingu sinni og kenndi manni að skilja hvar styrk­leikarnir lágu,“ segir fyrr­verandi nemandi Jóns Atla.

„Það er stór kostur við Jón Atla að hann er alltaf léttur í lund og verður nær aldrei reiður. Hann er líka á­kaf­lega vinnu­samur en jafn­framt mjög skipu­lagður. Þess vegna hefur hann komið svona mörgu í verk og náð langt á sínu sviði,“ segir eigin­kona hans.

„Ég myndi segja að meðal helstu kosta Jóns Atla sé að hann er traustur í gegn, hóg­værasti maður sem ég hef kynnst og bæði hlýr og rétt­sýnn. Þetta sést vel í því að hann kemur eins fram við allt fólk sem hann hittir – sama hvort þú ert nýr nemandi við skólann eða er­lendur þjóð­höfðingi,“ segir vin­kona hans.

„Við erum sex syst­kinin en hann er stóri bróðir minn og þriggja annarra syst­kina. Það kom því stundum í hans hlut að passa okkur hin," segir Kristín.

Ofur­á­hugi á pönki og rokki

Kristín Bene­dikts­dóttir, systir Jóns Atla, lýsir honum sem góðum og traustum bróður. „Við erum sex syst­kinin en hann er stóri bróðir minn og þriggja annarra syst­kina. Það kom því stundum í hans hlut að passa okkur hin. Þetta voru skemmti­leg kvöld og spennandi þar sem okkur var haldið upp­teknum með ein­hverri til­rauna­starf­semi, t.d. var verið að af­þýða gos­flöskur sem höfðu frosið í frystinum með hinum undar­legustu að­ferðum,“ segir hún.

„Hann er og hefur alltaf verið mjög ró­legur og því stingur þessi ofur­á­hugi á pönki og rokki svo­lítið í stúf en þeim á­huga deili ég ekki með honum.“

Jón Atli hélt systkinum sínum uppteknum með ýmis konar tilraunarstarfsemi, en hann afþýddi meðal annars gosflöskur með hinum undarlegustu aðferðum, segir Kristín.

Lítið mál að skutlast með rusl systur sinnar

Kristín nefnir sér­stak­lega hve ein­stak­lega bón­góður bróðir hennar sé. „Hann bregst alltaf vel við öllum beiðnum, hvort heldur sem er að sækja eða skutla, hjálpa til við alls konar fram­kvæmdir eða að skjótast í búðir. Mér er t.d. í fersku minni allar ferðirnar sem hann fór í Sorpu með pappírs­rusl af skrif­stofunni minni. Þá telur hann ekki eftir sér að fara í búðir í út­löndum eða að versla fyrir mann þegar því er að skipta. Var hann t.d. mjög dug­legur að versla geisla­diska fyrir mig þegar hann var við nám í Banda­ríkjunum og meir að segja úr klassísku deildinni,“ segir hún.

„Hann hefur alltaf verið ráða­góður og lausna­miðaður og það er mjög erfitt að æsa hann upp. Ég hef hrein­lega aldrei séð hann stressaðan enda með ein­dæmum þolin­móður þó hann vilji gjarnan klára hlutina.“

„Hann kemur eins fram við allt fólk sem hann hittir – sama hvort þú ert nýr nemandi við skólann eða er­lendur þjóð­höfðingi.“

Býr yfir sjald­gæfri hóg­værð

Steinunn Gests­dóttir, vin­kona og sam­starfs­kona Jóns Atla, lýsir honum sem glað­lyndum, vinnu­sömum, af­kasta­miklum og kröfu­hörðum – en þó fyrst og fremst gagn­vart sér sjálfum.

„Ég myndi segja að á meðal helstu kosta Jóns Atla sé að hann er traustur í gegn, hóg­værasti maður sem ég hef kynnst og bæði hlýr og rétt­sýnn. Þetta sést vel í því að hann kemur eins fram við allt fólk sem hann hittir – sama hvort þú ert nýr nemandi við skólann eða er­lendur þjóð­höfðingi. Hann hlustar á­vallt af at­hygli á það sem fólk hefur að segja, leggur sig fram um að því líði vel þegar það talar við hann og geti alltaf leitað til hans. Mér finnast þetta dýr­mætir kostir í fari leið­toga,“ segir Steinunn um fé­laga sinn.

Steinunn segir Jón Atla búa yfir ómetanlegum eiginleikum.

Steinunn segir Jón Atla búa yfir tveimur ó­metan­legum eigin­leikum í dag­legu sam­starfi. Kostirnir kunni þó að reynast ó­þolin­móðum erfiðir.

„Hann er sér­stak­lega glað­lyndur og það er mjög erfitt að koma honum úr jafn­vægi. Maður heyrir hann til dæmis aldrei hækka róminn en það kemur reglu­lega fyrir að maður heyri hlátra­sköll berast úr rektors­skrif­stofu. Svo hann heldur alltaf „kúlinu“. Það er aug­ljós­lega ó­metan­legur kostur en getur verið pínu­lítið erfitt fyrir ó­þolin­mótt fólk. Ég skil ekki hvernig er hægt að vera svona yfir­vegaður meira að segja þegar við erum of sein í flug. En þetta er greini­lega góð lífs­sýn því alltaf heldur hann gleðinni og við höfum hingað til aldrei misst af flug­vél,“ segir hún.

Tak­marka­laus stuðningur

„Jón Atli er vinnu­samur, af­kasta­mikill og kröfu­harður – aðal­lega í garð síns sjálfs, enda væri hann ekki einn af fremstu vísinda­mönnum heims á sínu sviði ef svo væri ekki. Samt hef ég aldrei heyrt hann hreykja sér af eigin árangri. Slík hóg­værð er sjald­gæf.“

Steinunn segir Jón Atla hafa gott lag á fólki. „En hann er líka kröfu­harður á aðra - enda væri annað ó­á­byrgt í hans stöðu. En honum tekst að fara fram á að verk séu unnin eins vel og hægt er á sama tíma og hann setur það al­gjör­lega í hendurnar á manni að leysa verk­efni far­sæl­lega og sýnir manni tak­marka­lausan stuðning. Það er list sem skilar sér í traustu sam­starfi og góðum árangri.“

Georg Lúðvíksson segir Jón Atla hafa verið vinsælasta kennarann í verkfræðinni.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Vin­sælasti kennarinn í raf­magns­verk­fræðinni

Georg Lúð­víks­son, fyrr­verandi nemandi Jóns Atla í raf­magns­verk­fræði, segir þá hvatningu sem hann hafi fengið hafa náð langt út fyrir námið – og eftir námið. „Jón Atli var vin­sælasti kennarinn í raf­magns­verk­fræðinni. Hann er vissu­lega góður kennari en ég held að það hafi aðal­lega verið vegna þess að hann leggur sig fram við að kynnast öllum sínum nem­endum og hvetur þá til góðra verka,“ segir Georg.

„Hann hafði lag á að gera öll við­fangs­efni á­huga­verð en hvatning hans náði langt út fyrir námið. Hann er mikill stuðnings­maður nem­enda sinna, gefur þeim sjálfs­traust og leggur sig fram við að ráð­leggja þeim, hvort sem er við fram­halds­nám, stofnun fyrir­tækja eða annað sem við­kemur námi, lífi eða starfi,“ segir hann og bætir við að Jón Atli haldi á­fram að hvetja nem­endur sína löngu eftir út­skrift.

Georg segir Jón Atla búa yfir já­kvæðu og af­slöppuðu við­móti og eigi því auð­velt með að nálgast og ná til fólks.

„Það eru engin vanda­mál, bara tæki­færi og lausnir– og það er gaman að vinna að þeim með honum. Þessir eigin­leikar brennandi á­hugi á öðru fólki gerir Jón Atla að náttúru­legum leið­toga sem fólk sækist eftir að vinna með. Þegar hann t.d. leið­beindi mér í loka­verk­efninu í verk­fræðinni þá hlakkaði ég alltaf til að hitta hann til að fara yfir málin og ræða nýjar hug­myndir og nálganir að lausnum – og hann magnaði á­hugann á efninu.“

Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segist hafa séð strax við fyrstu kynni að um væri að ræða góðan mann.

Í frakka af afa sínum með á­huga á tón­list, stærð­fræði og Fram

Stefanía Óskars­dóttir, eigin­kona Jóns Atla og sam­starfs­kona hans í há­skólanum, segir eigin­mann sinn alltaf léttan í lund. Hún segir hann vinnu­saman og skipu­lagðan og hafa alla þá kosti sem prýði góðan mann.

„Við Jón Atli kynntumst sem ung­lingar í MR þegar við vorum sam­tímis í stjórn mál­funda­fé­lagsins Fram­tíðarinnar. Á þeim tíma líktist hann ný­bylgju­rokkara, jafnan klæddur í svartan frakka af afa sínum og nafna. Ekki fór á milli mála að hann var klár strákur með fjöl­breytt á­huga­mál s.s. tón­list, stærð­fræði og stjórn­mál,“ segir Stefanía og bætir við að hún hafi strax séð hve góður maður hann sé.

„Hann er um­hyggju­samur, traustur og stendur við allt sem hann segir. Og hann hefur eigin átta­vita sem hann fylgir.“

„Mér varð auð­vitað strax ljóst að Jón Atli er alveg eðal og hefur alla þá kosti sem prýða góðan mann. Hann er um­hyggju­samur, traustur og stendur við allt sem hann segir. Og hann hefur eigin átta­vita sem hann fylgir.“

Stefanía segir Jón Atla afar já­kvæðan og glað­lyndan að eðlis­fari.

„Það er stór kostur við Jón Atla að hann er alltaf léttur í lund og verður nær aldrei reiður. Hann er líka á­kaf­lega vinnu­samur en jafn­framt mjög skipu­lagður. Þess vegna hefur hann komið svona mörgu í verk og náð langt á sínu sviði. Jón Atli kann því illa að gera hlutina á síðustu stundu og vill alltaf hafa vaðið fyrir neðan sig. Þessir kostir gera það að verkum að hann virðist aldrei stressaður þótt þótt margt sé í gangi og alls konar tíma­frestir yfir­vofandi. Hann er þó sem betur fer ekki alltaf í vinnunni.“

Hún nefnir sér­stak­lega á­huga­mál eigin­mannsins. „Helstu á­huga­málin eru enn sem fyrr tón­listin og svo er hann for­fallinn á­huga­maður um enska fót­boltann auk þess sem hann heldur á­vallt með sínu gamla liði, Fram.“

Jón Atli stóð fyrir ýmsum nýjungum í að kynna vísindin út fyrir hinn þrönga hring áhugamanna.

Vin­gjarn­leg við­brögð Boga Ágústs­sonar ofar­lega í minni

Gauti Krist­manns­son, kollegi Jóns Atla og æsku­vinur, á margar góðar minningar frá þeirra yngri árum. „Ég kynntist Jóni Atla á öðru ári í mennta­skóla þar sem við sátum saman í stundum dá­lítið ill­þefjandi stráka­bekk upp á hátt í þriðja tug gaura, úfinna og ó­sofinna. En við áttum góða daga og var Jón Atli að sjálf­sögðu kjörinn for­seti Vísinda­fé­lags MR á þessum tíma og ég var kosinn ritari og er það ein mesta upp­hefð sem ég naut í okkar á­gæta skóla,“ segir Gauti.

„Ég man að undir for­ystu Jóns Atla var gerður skur­kur í ýmsu; við fórum og seldum tíma­ritið De Rerum Natura með því að hringja á bjöllum gamalla nem­enda sem tóku okkur mis­vel, minni­stæðust voru vin­gjarn­leg við­brögð Boga Ágústs­sonar sem keypti af okkur nokkur ein­tök,“ bætir hann við.

Komust yfir Super 8 filmu og sýndu fyrir fullum sal

Gauti nefnir sér­stak­lega fræðslu­kvöld sem þeir héldu og fjölluðu um getnaðar­varnir og kyn­sjúk­dóma.

„En við stóðum líka fyrir nýjungum í að kynna vísindin út fyrir hinn þrönga hring á­huga­manna. Vísinda­fé­lagið bauð upp á fræðslu­sam­komur fyrir nem­endur um ýmis mál, meðal annars getnaðar­varnir og kyn­sjúk­dóma og var fullur salur í Casa Nova það kvöldið. Eftir­minni­legust er kannski kvik­mynda­sýningin sem við stóðum fyrir, þetta var áður en Stjörnu­stríð voru sýnd í bíó hér á landi, en við komumst yfir Super 8 filmu með brotum úr myndinni og sýndum einnig fyrir fullum sal í Casa Nova. Kannski vaknaði á­hugi Jóns Atla á fjar­könnun úr geimnum þar?“

Halldór Karl Högnason og Jón Ævar með nýkjörnum rektor.

Þakk­látari með hverju árinu fyrir kynnin

Jón Ævar Pálma­son kynntist Jóni Atla fyrir rúmum 20 árum þegar hann var nemandi hjá honum í raf­magns- og tölvu­verk­fræði við Há­skóla Ís­lands. „Ég man vel hvað hann lagði sig strax fram við að vera að­gengi­legur okkur ný­nemum til að veita ráð um nám­skeiðsval og vera til svara um hvað­eina sem uppá bar,“ segir hann.

Jón Ævar segir Jón Atla alltaf hafa lagt upp kostina en eftir­látið nem­endum sínum að taka á­kvörðun og aldrei verið ýtinn.

„Jón Atli var og er mér gríðar­lega hvetjandi fyrir­mynd. Sem mentor á þessum árum bæði miðlaði hann þekkingu sinni og kenndi manni að skilja hvar styrk­leikarnir lágu. Hann er tví­mæla­laust meðal þeirra ein­stak­linga sem hafa haft hvað mest mótandi á­hrif á mig per­sónu­lega og verið vinur síðan.“

Hann segist afar þakk­látur fyrir að hafa kynnst Jóni Atla

„Ég naut mjög sam­starfsins við hann en fyrst og fremst var það alltaf mann­lega hliðin á Jóni Atla, létt skap og hóg­værðin sem skein af honum. Eftir því lengra líður frá þessum tíma er ég æ þakk­látari fyrir að hafa fengið tæki­færi til að starfa með einum fremsta vísinda­manni á sínu sviði í heiminum. Há­skóla­fólk og Ís­lendingar eru heppnir að hann hafi valist til að vera rektor skólans af því að í Jóni Atla sam­einast svo margir hæfi­leikar sem eru lykillinn að far­sæld í því hlut­verki.“

Bókaormur á jólunum.