Inga Sæ­land, for­maður Flokks fólksins, er bar­áttujaxl og stendur eins og klettur við hlið þeirra sem hún berst fyrir. Hún er húmor­isti sem brestur í söng við hvert tæki­færi en hún stóð meðal annars uppi sem sigur­vegari í karíó­kí­keppni árið 1991. Hún fram­kvæmir það sem hana langar til þess að gera, hvort sem það er að gerast sjóari á frysti­togara eða setjast á skóla­bekk við lög­fræði­deild Há­skóla Ís­lands. Inga Sæ­land er ein­læg, á­kveðin og þrjósk og lætur verkin tala.

Svona lýsa vinir og vanda­menn Ingu Sæ­land henni, en undan­farnar vikur hefur Frétta­blaðið birt nær­myndir af for­mönnum allra flokka á þingi. Fleiri nær­myndir eru að finna í tengdum greinum neðst í þessari frétt.

„Inga hefur alltaf verið mjög marg­blendin per­sóna og full af lífi það er ekki hægt að segja að það hafi verið nein logn­molla í kringum hana,” segir vin­kona Ingu.

„Hún má ekkert aumt sjá og ó­sjaldan sem fjöl­skyldan hefur setið uppi með hin og þessi gælu­dýrin sökum þess, en þau skipta orðið ein­hverjum tugum,” segir dóttir hennar.

„Inga hefur alla tíð verið svo dug­leg og ég hef aldrei skilið hvernig hún hefur getað gert svona mikið með sína blindu. Hún er alveg sér­stök og er svo dug­leg. Hún hefur aldrei kvartað. Það er stað­reynd,” segir mamma hennar.

Sigurjón og Inga hægra megin á myndinni, ásamt borgarfulltrúum og þingmönnum Reykjavíkur í Höfða í maí 2018.

Við­kvæm og ein­læg en al­gjör nagli

Sigur­jón Arnórs­son, að­stoðar­maður:

„Það sem mér þykir vænst um í fari Ingu er hve ein­læg, mann­leg og traust hún er. Þeir sem fylgjast með vita hvað Inga er mikill nagli í pontu Al­þingis en það sem fáir sjá er hve þétt hún tekur utan um þá sem hringja í hana grátandi í leit að hjálp sem þeir fá hvergi annars staðar,” segir Sigur­jón Arnórs­son, að­stoðar­maður Ingu.

Sigur­jón segir Ingu hafa upp­lifað bæði sorg og erfið­leika í lífinu. „Inga Sæ­land er sterkur bar­áttujaxl sem stendur eins og klettur við hliðina á þeim sem hún berst fyrir. Þeir sem þekkja hana vel vita að hún er við­kvæm og ein­læg. Inga hefur upp­lifað mikla sorg í lífi sínu. Hún hefur misst marga af sínum nánustu og þurft að upp­lifa fá­tækt og veikindi. Það er samt þessi erfiða lífs­reynsla sem gerir Ingu svo hæfa til þess að berjast fyrir þá sem verst hafa það í okkar sam­fé­lagi,” segir hann.

„Hún hefur alltaf verið vina­mörg og sú fyrsta sem leitað er til þegar eitt­hvað bjátar á."

Hefur þurft að hafa fyrir hlutunum

Sig­ríður Sæ­land Óla­dóttir, dóttir:

Sig­ríður Sæ­land Óla­dóttir segir erfitt að lýsa mömmu sinni í fáum orðum, enda stór og mikill per­sónu­leiki á ferð.

„Hún hefur þurft að hafa fyrir hlutunum, sökum fötlunar sinnar, en það hefur þó aldrei stoppað hana og ekki á hverra manna hendi að setjast niður fyrir framan tölvu­skjá og stofna heilan stjórn­mála­flokk,” segir Sig­ríður, eða Sigga eins og hún er kölluð.

„Hún býr yfir mikilli rétt­lætis­kennd og er svo sannar­lega góður tals­maður þeirra sem minna mega sín í sam­fé­laginu. Hún má ekkert aumt sjá og ó­sjaldan sem fjöl­skyldan hefur setið uppi með hin og þessi gælu­dýrin sökum þess, en þau skipta orðið ein­hverjum tugum.”

Sigga segir mömmu sína mjög söng­elska. „Heimilið víbraði oft af tón­list og söng, en hún tók ein­mitt þátt í karó­kí keppni árið 1991, kom þar, sá og sigraði eins og henni einni er lagið.”

Elskar marg­lit jóla­ljós þrátt fyrir að sjá ekki litina

Þá er hún einnig mikið jóla­barn. „Nú þegar líða fer að jólum má einnig taka það fram að hún hefur á­vallt verið mikið jóla­barn og vill helst hafa heimilið upp­lýst af marg­litum jóla­ljósum, þrátt fyrir að sjá ekki litina sjálf,” segir Sigga.

„Hún hefur alltaf verið vina­mörg og sú fyrsta sem leitað er til þegar eitt­hvað bjátar á og hefur þá ekki skipt máli hvort verk­efnið sé sál­fræði- fé­lags­ráð­gjafa- og/eða lög­fræði­legs eðlis, hún bara gengur í málið og reddar hlutunum, enda lausna­miðuð með ein­dæmum.

Fjöl­skyldan kemur alltaf í fyrsta sæti hjá henni Ingu Sæ­land og ekki margar ömmur sem nenna eða hrein­lega hafa kunn­áttu til að spila playsta­tion-tölvu­leiki við yngstu kyn­slóðina. Hún er því og hefur alltaf verið í miklu upp­á­haldi hjá barna­börnunum, enda þolin­móð, skilnings­rík og með risa stórt hjarta.

Ég gæti ekki verið stoltari af henni móður minni, enda enginn smá dugnaðar­forkur hér á ferð.”

„Ég var á­kveðinn að fara ekki í fram­boð eða koma ná­lægt stjórn­málum,” segir Guð­mundur Ingi.

Fer allt á þrjóskunni

Guð­mundur Ingi Kristins­son, sam­flokks­maður:

„Ég þekkti Ingu Sæ­land ekkert áður, en kynntist henni fyrir um fjórum síðan þegar hún hringdi í mig og vildi fá mig til að koma með henni í fram­boð fyrir Flokk fólksins. Ég sagði nei, því ég var á­kveðinn að fara ekki í fram­boð eða koma ná­lægt stjórn­málum,” segir Guð­mundur Ingi Kristins­son, sam­flokks­maður Ingu.

„En þá kom á­kveðni og þrjóska hennar fram og hún hætti ekki fyrr en hún gat sann­fært mig um að fara í sam­starf með henni og allir vita hvert það skilaði okkur og það inn á Al­þingi í öðrum kosningum okkar á um einu ári.”

Haltur leiðir blindan

Guð­mundur segir Ingu ein­stak­lega fyndna og skemmti­lega. „Inga er bar­áttu­kona gegn fá­tækt og þá sér­stak­lega barna. Hún er ekki hefð­bundin stjórn­mála­kona, heldur söng­fugl og alltaf stutt í hlátur, glens og gaman. Inga er lög­blind og ég geng um á hækjum og því lá oft við stór­slysi er ég lagði frá mér hækjurnar í veg fyrir göngu­leið hennar.

Inga gerði bara grín af mér út af þessu og sagði að ég væri bara að reyna að bregða fyrir hana fæti með hækjunum. Hún sá vel húmorinn í þeim flækju­fót sem okkar fötlun var. Þá var það eitt sinn inni í sal Al­þingis á þing­fundi að ég varð að tala við hana. Þar sem þing­maður var í ræðu í ræðu­stól þingsins, fór ég mjög var­lega til hennar þar sem hún sat niður­sokkinn í lestur og beygði mig var­lega að henni til að hvísla að henni erindinu.

Vildi þá ekki svo til að henni bregður svo svaka­lega að hún öskrar hátt upp yfir sig. Mér bregður svo illa að ég hendist nær aftur fyrir mig á hækjunum og mátti engu muna að ég hefði dottið á ræðu­stól Al­þingis. Forðuðum við okkur strax úr þing­salnum til að geta hlegið af þessari upp­á­komu.”

„Nú erum við bara tvö sem þing­menn fólksins og höfum aldrei staðið okkur betur."
Fréttablaðið/Ernir

Kann að skera bullið frá kjarnanum

Guð­mundur tekur fram að þrátt fyrir breytingar innan flokksins hafi sam­starfið sjaldan gengið betur.

„Inga er hrókur alls fagnaðar og er alltaf til­búin að bresta í söng. Lunkin stjórn­mála­kona og sér strax hvar má skera bullið frá kjarnanum og koma bar­áttu­málum Flokk fólksins að í mál­efna­skrá Al­þingis.

Nú erum við bara tvö sem þing­menn fólksins og höfum aldrei staðið okkur betur og gengið frá­bær­lega að koma okkar málum að í ræðum, frum­vörpum með frá­bæri vinnu­fram­lagi að­stoðar­manna okkar.”

Baldvin líkir mömmu sinni við ljón; hún sé athafnasöm, einlæg, fyrirferðarmikil og kraftmikil. Og miklu meira en það.

Hún er allt og meira til

Bald­vin Örn Óla­son, sonur:

„Ég hef enga trú á stjörnu­spám og öðru slíku en þetta er það sem stendur um ljónið á stjörnu­merki.is: „Ljónið er at­hafna­samt, ein­lægt, fyrir­ferða­mikið, heiðar­legt, kraft­mikið, lifandi, list­rænt, opið, ráð­ríkt, sjálf­stætt, skapandi, stjórn­samt, tygg­lynt og þrjóskt.” Það er frekar vand­ræða­legt að segja það en ég á erfitt með að skil­greina móður mína betur en þessi blessaða síða. Hún er allir þessir hlutir og meira til,” segir Bald­vin Örn Óla­son, sonur Ingu.

„Hún getur til dæmis verið hvat­vís í mjög já­kvæðum skilningi þess orðs. Hún hefur nokkrum sinnum lagt land undir fót og stundum var ferðinni heitið til Spánar þar sem hún og faðir minn áttu það til að vinna á sumrin sem karó­kí söngvarar. Í Al­vöru. Ég held ég fari með rétt mál þegar ég full­yrði að fæst af ferða­lögunum voru skipu­lögð með lengri en viku fyrir­vara”

„Einn daginn bauðst henni að gerast kokkur á frysti­togara svo hún stökk til og gerðist sjóari."

Bald­vin segir mömmu sína stöðugt fá nýjar flugur í hausinn.

„Einn daginn bauðst henni að gerast kokkur á frysti­togara svo hún stökk til og gerðist sjóari. Þann næsta datt henni í hug að gerast lög­fræðingur svo hún skellti sér í Há­skóla Ís­lands og lék sér að náminu þrátt fyrir slæma sjón og marga vetur að baki. Hún fær at­hyglis­verða flugu í hausinn og hún fram­kvæmir. Einn daginn vildi svo til að flugan var mjög pólitísk svo að hún á­kvað að stofna stjórn­mála­flokk til þess að hjálpa þeim sem hjálpa þarf í ís­lensku sam­fé­lagi. Já, hún mamma mín er svo sannar­lega ljón og ég er mjög stoltur að vera sonur hennar.”

Kvartar aldrei

Sig­ríður Sæ­land, móðir:

„Inga hefur alla tíð verið svo dug­leg og ég hef aldrei skilið hvernig hún hefur getað gert svona mikið með sína blindu. Hún er alveg sér­stök og er svo dug­leg. Hún hefur aldrei kvartað. Það er stað­reynd,” segir Sig­ríður Sæ­land, mamma Ingu.

Ó­trú­leg bar­áttu­kona

Sig­ríður segist aldrei hafa kynnst annarri eins bar­áttu­manneskju eins og dóttur sinni. „Hún er al­ein að berjast fyrir þennan flokk sem hún stofnaði al­ein og sjálf. Og hún heldur á­fram að berjast og komst á þing, að hugsa sér. Hún berst fyrir fá­tækt og litlu börnin, og börnin sem eiga ekki einu sinni mat. Fólk heldur kannski að hún sé að berjast fyrir ein­hverju sæti á þingi. Hún kærir sig ekki um neitt sæti. Hún er bara að berjast fyrir okkur sem eigum erfitt,” segir hún.

Á allt það góða skilið

Sig­ríður segir að þrátt fyrir að Inga hafi átt erfitt upp­dráttar, hafi hún aldrei kvartað, og farið allt á hnefanum.

„Ég er mjög stolt af henni sem móðir hennar. Inga skrökvar ekki. Hún hefur aldrei skrökvað að mér, enda ól ég hana þannig upp. Hún á allt það góða skilið í þessu lífi. Ég bað alltaf fyrir því að hún fengi sjónina sína en aldrei hefur hún kvartað eða talað um sína sjón­skerðingu.”

Þá sé Inga góð og blíð að eðlis­fari. „Hún er af­skap­lega blíð­lynd. Hún má ekkert aumt sjá. Hún er dýra­vinur, hún elskar dýr. Hún lætur verkin tala. Hún er dug­leg við við reynum að lifa bara daginn í dag, einn dag í einu.

Mamma hennar elskar hana og allt. Mér þykir svo vænt um þessa stúlku.”

„Inga elskar lífið og vill meiri jöfnuð í sam­fé­laginu, þess vegna á­kvað hún að stofna sinn eigin flokk og árangurinn eftir því, komin á þing.”

Aldrei logn­molla

Jónína Björk Óskars­dóttir, vin­kona:

Jónína Björk Óskars­dóttir, vin­kona Ingu og vara­þing­maður Flokks fólksins, segir alltaf líf og fjör í kringum Ingu.

„Inga hefur alltaf verið mjög marg­blendin per­sóna og full af lífi það er ekki hægt að segja að það hafi verið nein logn­molla í kringum hana og það sá ég strax þegar ég kynntist henni árið 1968 þá gest­komandi í Ólafs­firði og var að selja kerti, servéttur og spil til góð­gerðar mála, vantaði krakka til að að­stoða mig við söluna, bað ég þá Ingu á­samt fleiri krökkum að selja með mér og sá ég þá strax hversu kraft­mikil hún var, því hún var lang sölu hæst þarna kom metnaðurinn strax í ljós,” segir Jónína.

Hlær sjálf að lit­blindunni

Hún segir Ingu mikinn húmor­ista sem geti auð­veld­lega gert grín að eigin sjón­skerðingu.

„Inga er lit­blind og mörg skemmti­leg at­vik er hægt að segja frá hvað það varðar. Eitt sinn var ég að versla og hitti þá Ingu og bað hún að fá að setja vörurnar sem hún var að versla inn í bíl hjá mér og var það sjálf­sagt því við bjuggum hlið við hlið, svo seinni partinn kemur Inga til að ná í vörurnar sínar þá greip hún í tómt því hún hafði látið þær í bíl af sömu gerð en allt öðru­vísi að lit. En vörurnar fékk Inga þegar búið var að hafa upp á þeim.”

Þá hafi hún alltaf tíma fyrir aðra. „Inga virtist alltaf hafa nægan tíma til að gefa öðrum þó hún væri sjó­manns­kona með 4 börn. Inga var mjög virk í öllu fé­lags­starfi, lék í leik­ritum og var í hljóm­sveit. Inga er mjög kröfu­hörð og metnaðar­full. Inga elskar lífið og vill meiri jöfnuð í sam­fé­laginu, þess vegna á­kvað hún að stofna sinn eigin flokk og árangurinn eftir því, komin á þing.”