Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play air, og fjölmiðlamaðurinn Snorri Másson eiga von á barni. Frá þessu greina þau á Instagram-síðum sínum með ljósmynd af sónarmynd.

„2023. Bætist í hópin“ skrifar Snorri við færsluna.

Í apríl á þessu ári var greint frá því að Nadine og Snorri væru komin í samband. Þá var bent á að þau hefðu áður starfað saman á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni, en þar starfar Snorri enn.