Ís­lenska sam­fé­lags­miðla­stjarnan Nadía Sif Lín­dal hefur verið orðuð við nýjustu seríuna af breska raun­veru­leika­þættinum Love Is­land. Að­spurð kannast Nadía við þennan orð­róm en segist alls ekki skilja hvaðan hann kemur. Hún sé ást­fangin og í hamingju­sömu sam­bandi og því alls ekki á leið í Love Is­land.

„Ég hef ekki einu sinni sótt um,“ segir Nadía létt í bragði í sam­tali við Frétta­blaðið. Orð­rómur var uppi um að henni hefði verið boðið að vera með í nýjustu seríunni af raun­veru­leika­þáttunum í kjöl­far heims­frægðarinnar eftir kynni sín við fót­bolta­mennina Phil Foden og Mason Greenwood á­samt vin­konu sinni og frænku Láru Clausen.

Þættirnir eru heims­frægir og notið mikilla vin­sælda í Bret­landi. Í bí­gerð er nú að hefja tökur á sjöundu þátta­röðinni á Mall­or­ca á Spáni en þættirnir hverfast um hóp af föngu­legu ungu fólki sem eyðir tíma saman í glæsi­villu. Þar para þau sig saman, reyna að finna ástina og hreppa verð­launa­fé á milli þess sem nýtt fólk bætist í hópinn, sem flækir leikinn.

Áður höfðu fram­leið­endur hætt við tökur á seríunni í fyrra vegna heims­far­aldurs CO­VID-19. Heimildir breska götu­blaðsins Daily Star herma hins­vegar að þátta­röðin muni vissu­lega fara fram í sólar­löndunum líkt og þær gömlu. Í gildi verði hins­vegar strangar CO­VID-19 reglur líkt og gripið hefur verið til í þátta­röðum líkt og Bachelor.

Hér að neðan má horfa á kynningarmyndband fyrir sjöttu seríu þáttanna, sem var sú síðasta sem framleidd var fyrir COVID: