Nadía Sif Lín­dal Gunnars­dóttir og Lára Clausen mættu á dögunum í við­tal til Sölva Tryggva­sonar í hlað­varps­þátt hans. Hlusta má á við­talið hér að neðan en það er einnig að­gengi­legt á Spoti­fy.

Mál kvennnanna hefur vakið mikla at­hygli undan­farna daga. Báðar hafa þær meðal annars sagt sögur sínar í breskum götu­blöðum og málið mikið verið rætt í Bret­landi og á Ís­landi.

Í spjalli sínu við Sölva segja þær meðal annars frá því að ensku lands­liðs­mennirnir þeir Mason Greenwood og Phil Foden hafi tekið fullt af myndum af þeim líka, sem þær hafi ekki hug­mynd um hvað hafi orðið af.

Þá lýsa þær því hvernig Gareth Sout­gate, lands­liðs­þjálfari Eng­lands, ruddist inn í her­bergi til þeirra morguninn eftir að þær höfðu dvalið með lands­liðs­mönnunum.

Þá segjast þær fyrst hafa orðið „star­struck" þegar Bubbi tísti um þær og þá segjast þær enn vera í 25 þúsund króna mínus eftir allt saman.