Fólk

Ný vörulína í TEKK Company

KYNNING - Hjá TEKK Company fæst allt sem prýða má fallegt heimili. Nú hefur bæst við ný vörulína þar sem fjölbreytni, gæði og gott verð er í fyrirrúmi.

Fagur flauelssófi frá ELEONORA. Hann fæst í fjórum litum, grænum, bláum, gulum og gráum.

TEKK Company hefur fyrir löngu skipað sér sess á meðal vinsælustu húsgagnaverslana landsins og hefur vöruúrvalið aldrei verið meira en nú, að sögn þeirra Telmu Birgisdóttur og og Elínar Maríu Sigurjónsdóttur, sem eru tvær af fjórum eigendum verslunarinnar.

„Í tilefni vorkomu höfum við hjá TEKK Company bætt við nýjum og spennandi vörulínum sem heita By-Boo, ELEONORA og SEVN. Þar er lögð áhersla á smekkleg húsgögn fyrir heimilið, svo sem staka stóla, borðstofuborð í mörgum stærðum og gerðum, flottar hillur og skápa og úrval af fallegum og þægilegum sófum. Frá By-Boo, ELEONORA og SEVN koma einnig smávörur í miklu úrvali, eins og mottur, vasar, klukkur, speglar, púðar og sófateppi, eða allt sem þarf til að gera heimilið hlýlegt og notalegt,“ segir Telma.

Hollensk gæðamerki

By-Boo, ELEONORA og SEVN eru frá hollenskum framleiðanda sem er þekktur fyrir gæði og fjölbreytt úrval. „Húsgögnin eru á góðu verði svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Elín María. „Við getum einnig sérpantað húsgögn að óskum viðskiptavina okkar og tekur aðeins um 3-4 vikur að fá þau afhent,“ bætir hún við.

„Hjá TEKK Company er einstaklega gott úrval af fallegum sófum, þar á meðal góðir einingasófar en þá getur fólk raðað saman einingum eftir því sem hentar best og valið úr meira en 200 gerðum af áklæði. Við bjóðum upp á alls konar liti, gróft eða fínt efni og flauel eða leður. Þessa dagana er mikill áhugi á sófum og gaman að sjá hvað fólk er duglegt að prófa nýja liti, ekki síst unga fólkið,“ segir Telma.

20 ára afmæli í haust

TEKK Company er í 1.000 fermetra húsnæði við Skógarlind 2 í Kópavogi og í haust verða 20 ár frá því að verslunin var opnuð. Á haustmánuðum verður þessum merka áfanga fagnað með ýmsum tilboðum og uppákomum.

Undir sama þaki er verslunin Habitat sem er mörgum að góðu kunn fyrir stílhrein og falleg húsgögn. „Við eigum von á nýrri sumarlínu frá Habitat og í henni eru stólar, borð og blómapottar sem henta vel á pallinn,“ segir Elín María.

Líkt og ávallt er góð þjónusta í fyrirrúmi og starfsfólk TEKK Company er ávallt reiðubúið að veita ráð við val á húsgögnum og fylgihlutum. Boðið er upp á fría heimkeyrslu á húsgögnum.

Nánari upplýsingar má fá á heimasíðunni, tekk.is, eða á facebook.com/tekkcompany. Tekk Company, Skógarlind 2, Kópavogi, s. 564 4400.

Stóllinn er frá ELEONORA og kemur í bláum, gulum, grænum og gráum lit.
Sjónvarpsskenkur frá LOFT línunni. Í sama stíl fást skenkur og skápur.
Borð frá By-Boo en í þeirri línu er fjölbreytt úrval af sófaborðum og smáborðum á mjög góðu verði.
Í tilefni vorkomu hefur TEKK Company bætt við nýjum og spennandi vörulínum sem heita By-Boo, ELEONORA og SEVN. Lögð er áhersla á smekkleg húsgögn á góðu verði, að sögn Telmu og Elínar Maríu. MYND/SIGTRYGGUR ARI

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fólk

Orkudrykkir eru ekki fyrir börn

Fólk

Arnold bauð Fjallinu í kvöldmat og kósí

Fólk

Byrjaði að rappa í Kópavogi

Auglýsing

Nýjast

Rúrik og Nathalia á landsleiknum

Partýbollur sem bregðast ekki

Leikvöllur fyrir alla fjölskylduna

Heillandi vetrarparadís í norðri

Gilli­an Ander­son í hlut­verk Thatcher í The Crown

Aldur lands­liðs­leik­manna ræddur á Twitter

Auglýsing