Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur, betur þekkt sem Sigga Dögg, spurði vini sína á Facebook á dögunum: „Ef þið mættuð vinna við eitthvað allt annað - hvað myndu þið þá vinna við?“

Rúmlega sjötíu svör eru á þræðinum, meðal annars frá þekktum einstaklingum sem svöruðu þessari skemmtilegu vangaveltu Siggu Daggar.

Leikkonan Anna Svava Knútsdóttir segir að hún myndi vilja vera viðburðarstjórnandi, skipuleggja partý, gæsanir og annað.

Andrea Eyland kvikmyndagerðarkona sagðist vilja vera bumbumódel fyrir pizzastaði.

Rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir myndi vilja vera forvörður, uppvaskari, brúðugerðakona: „bara allskonar sem krefst þess ekki að ég tali við fólk. Svo öðrum stundum eeelska ég að hitta börn og lesa fyrir þau og allt extrovert dæmið sem fylgir barnabókahöfundastarfinu.“ Og Lára Rúnarsdóttir söngkona segist vilja vera dansari ef hún hefði ekki valið tónlistarferilinn.

Fjöldi annarra skemmtilegra ummæla má sjá í þræðinum hjá Siggu Dögg.

Andrea Eyland kvikmyndagerðarkona.
Lára Rúnarsdóttir tónlistarkona.
Fréttablaðið/Valli