Í dag eru slétt tíu ár frá því að her­toga­hjónin af Cam­brid­ge, þau Vil­hjálmur og Katrín giftu sig. Hjónin halda daginn ef­laust há­tíð­legan en þau birtu nýjar myndir af sér á Insta­gram.

Myndirnar sem má sjá hér að neðan voru teknar af ljós­myndaranum Chris Floyd. Eru hjónin stödd fyrir utan Kensington höll.

Breska ríkis­út­varpið hefur tekið saman mynda­syrpu til heiðurs hjónunum í til­efni af deginum. Þar er farið yfir víðan völl, þeirra fyrstu skyldur fyrir bresku konungs­fjöl­skylduna og ýmissa verk­efna fyrir drottninguna.

Alsæl á brúðkaupsdaginn.
Fréttablaðið/Getty
Embættisskyldurnar hófust strax. Innan við þremur vikum eftir giftingu tóku þau á móti Obama hjónunum.
Fréttablaðið/Getty
Hjónin sóttu Ólympíuleikana í London árið 2012 að sjálfsögðu.
Fréttablaðið/Getty
Hjónin í heimsókn til Malasíu í september 2012 á demantsafmæli drottningarinnar.
Fréttablaðið/Getty
Þau urðu þriggja manna fjölskylda í júlí 2013 þegar Georg prins fæddist.
Fréttablaðið/Getty
Fyrsta ferðalag Georgs litla var til Nýja Sjálands og Ástralíu vorið 2014.
Fréttablaðið/Getty
Karlotta prinsessa fæddist ári síðar. Hér mæta Elísabet og Filippus í skírnina hennar í Sandringham höll í júlí 2015.
Fréttablaðið/Getty
Katrín og Vilhjálmur ferðuðust áfram án barna sinna, hér í Indlandi í apríl 2016.
Fréttablaðið/Getty
Hér sjást hjónin spila krikket í opinberri heimsókn til Pakistan í október 2019.
Fréttablaðið/Getty
Árið 2018 eignuðust þau Lúðvík prins. Hann var með þeim í för ásamt systkinum sínum hér árið 2019.
Fréttablaðið/Getty
Þau hafa haldið áfram að sinna embættisstörfum í heimsfaraldri. Hér ræða þau við starfsmann lestarstöðvar í Euston í London.
Fréttablaðið/Getty
Fjölskyldan brá sér í leikhús í desember 2019.
Fréttablaðið/Getty
Hjónin hafa verið atkvæða mikil í heimsfaraldrinum.
Fréttablaðið/Getty
Það er samt alltaf stutt í gleðina hjá hjónunum sem skelltu sér í golf á dögunum í Durham í góðgerðarskyni.
Fréttablaðið/Getty