Myndir mánaðarins, eitt vin­sælasta tíma­rit landsins, hefur hætt út­gáfu en blaðið hefur verið fáan­legt á öllum helstu sölu­stöðum landsins í 26 ár, án endur­gjalds. Stefán Unnars­son, út­gáfu­stjóri hjá Mynd­mark, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að það sé í takt við breytt lands­lag á markaði.

Tíma­ritið hefur verið gefið út mánaðar­lega síðan árið 1994 og var fáan­legt á öllum helstu víd­jó­leigum og verslunum. Þar hefur verið hægt að lesa sér til um allar nýjustu kvik­myndir og dægur­tíðindi en frá 2004 hefur tíma­ritið einnig fjallað um nýjustu kvik­myndirnar í kvik­mynda­húsum.

„Það eru bara breytingar á þessum markaði, sér­stak­lega aug­lýsinga­markaðnum sem hefur verið erfiður. Og ef það eru ekki nægi­legar tekjur að þá gengur dæmið ekki upp og það er betra að hætta áður en í ó­efni er komið,“ segir Stefán.

Hann bendir á að tíma­ritið hafi á­vallt verið vin­sælt hjá krökkum. „Börnin elska blaðið og það hefur verið sér­lega vandað til verka hvað varðar ís­lenskuna. Þú finnur ekki staf­setninga­villu í því. En ég hef mestar á­hyggjur af því að upp­lýsingar um kvik­myndir muni nú einungis verða fáan­legar á ensku.“

Spurður út í vin­sældirnar nú, árið 2020, segir Stefán þær ekki hafa dalað. „Fólk getur enn leigt sér myndirnar og blaðið hefur fjallað um myndir í bíó frá 2004. Dreifingin breyttist, blaðið varð fáan­legt á netinu og í stór­verslunum en dreifingin gekk vel og blaðið kláraðist alltaf, þannig það var aldrei vanda­málið.“

Stefán segir mikla vinnu hafa farið í hvert blað. „Gæðin á blaðinu voru eins og á 2000 króna tíma­riti, alla­vega ekki minni. En þetta verða væntan­lega við­brigði fyrir marga.“