Ó­hætt er að segja að eins árs af­mælis­teiti aug­lýsinga­stofunnar Cirkus hafi verið vel sótt í kvöld . Þegar ljós­myndara Frétta­blaðsins bar að garði var góð stemning og bros á öllum and­litum.

„Við erum ansi glöð, enda stóðum við frammi fyrir því að stofna stofu í ein­hverjum heims­far­aldri þannig mark­miðið var að lenda á löppunum,“ segir Guð­laugur Aðal­stein­son, Cirkus­stjóri

Cirkus fagnar um þessar mundir eins árs af­mæli og boðaði af því til­efni til teitisins í kvöld á Stereo á Skóla­vörðu­stíg. Þar er á boð­stólum bjór sem bruggaður var í til­efni af­mælisins og ber nafn stofunnar.

„Þegar við byrjuðum að undir­búa af­mælis­veisluna okkar vorum við ekki viss um að það væri hægt að bjóða í neitt af­mæli vegna sam­komu­tak­markana. Þá sáum við okkur þann kost vænstan að brugga bara okkar eigin bjór svo hægt væri að skála við okkur úr fjarska.“ segir Guð­laugur.

Cirkus Classic er ljós lager­bjór, 4,9% að styrk­leika, bruggaður af Elvari Þrastar­syni, brugg­meistara Öl­verk í Hvera­gerði, og fáan­legur í vel völdum Vín­búðum.

Smáfólkið var líka í stuði.
Mynd/Valgarður Gíslason
Glæsilegar.
Mynd/Valgarður Gíslason
Á boð­stólum var bjór sem bruggaður var í til­efni af­mælisins og ber nafn stofunnar.
Mynd/Valgarður Gíslason
Allir nutu vel.
Mynd/Valgarður Gíslason