Daði og fé­lagar í Gagna­magninu stigu á svið í Rotter­dam í annað sinn nú í há­deginu. Tók hópurinn þrjú rennsli upp á sviði og skein gleðin úr and­litum.

Hópurinn vinnur nú hörðum höndum að því að fín­pússa svið­setninguna á laginu. Fyrri æfingu hópsins var hrósað í há­stert af blaða­mönnum sem fylgdust með at­riði hópsins.

Hópurinn var fullur sjálfs­trausts í Rotter­dam í há­deginu á sviði. Daði sýndi sína venju­bundnu leið­toga­hæfi­leika og leiddi hópinn á­fram uppi á sviði, eins og sást í raf­rænni há­tíðar­höll Euro­vision sem blaða­menn hafa að­gang að.

At­riðið virðist vera til­búið og er sviðs­myndin gríðar­lega hrífandi. Enn virðist þó eftir að vinna úr ein­hverjum hnökrum með mynda­vélar og stað­setningar þeirra. Gagna­magnið rauk upp um tvö sæti eftir fyrstu æfinguna og það verður á­huga­vert að sjá hvernig seinni æfingunni verður tekið.

Á blaða­manna­fundi nú fyrir skemmstu sagði Daði að sér liði vel eftir æfinguna. „Fyrir mér var smá breyting. Það er móment þar sem ég lít í mynda­vélina þar sem ég gerði það ekki áður. Annars eru hreyfingarnar okkar mjög svipaðar,“ sagði Daði og sagði að einhverjar breytingar yrðu gerðar og nefndi þar myndavélarnar.

Felix Bergsson, farastjóri hópsins, sagði ljóst að hópnum hefði liðið betur á sviði nú. „Við erum mjög ánægð með þetta allt saman,“ sagði Felix og sagði hópinn sérstaklega ánægð með Hollendingana. „Og okkur finnst við vera með mjög sterkt atriði.“

Sjá má myndir af æfingunni hér að neðan:

Mynd/Samband evrópskra sjónvarpsstöðva
Mynd/Samband evrópskra sjónvarpsstöðva
Mynd/Samband evrópskra sjónvarpsstöðva
Mynd/Samband evrópskra sjónvarpsstöðva
Mynd/Samband evrópskra sjónvarpsstöðva