Felicity Huffman var mynduð í grænum samfestingi um helgina þar sem hún spókaði sig á útivistarsvæði fangelsisins í Dublin, Kaliforníu þar sem hún hefur verið í sex af þeim fjórtán dögum sem hún er dæmd til að sitja inni.

Einnig var leikkonan dæmd til 250 klukkustunda samfélagsþjónustu og þarf hún að greiða 30 þúsund dollara sekt, rúmlega 3,7 milljónir króna.

Við réttarhöldin sagði Huffman: „Ég bið nemendur, foreldra, menntaskóla og háskóla sem hafa orðið fyrir áhrifum af gjörðum mínum innilega afsökunar. Ég bið dætur mínar, Sophiu og Georgiu, afsökunar og eiginmann minn, Bill. Ég hef svikið þau öll.“

Felicity reyndi að koma dóttur sinni inn í háskóla með því að múta milligönguaðilum, nokkurs konar undirbúningssamtökum, til að taka inntökupróf fyrir nemendur eða lagfæra svör þeirra með tæpum tveimur milljónum íslenskra króna til að dóttirin kæmist inn í góðan háskóla. Var hún ein úr hópi um fimmtíu foreldra sem voru viðriðin svindlið.

Sophia dóttir Huffman og eiginmaðurinn, William H. Macy, fengu að koma í heimsókn.
Mynd/Skjáskot