Ás­mundur Einar Daða­son brá á leik með bresku grín­istunum Rob Beckett og Romesh Rangan­at­han á Granda í dag og dró drukk á eftir sér. At­hæfið verður sýnt í sjón­varps­þætti þeirra fé­laga, Rob and Romesh Vs.

Í þættinum hella þeir sér á kaf í í­þróttir og dægur­menningu og snúa því gjarnan upp í keppni. Þátturinn nær til meira en tíu milljón Eng­lendinga á Sky1 sjón­varps­stöðinni og hefur verið til­nefndur til BAFTA verð­launanna.

Fé­lagarnir hafa hlaupið með Usain Bolt og farið á svið með Shania Twain en nú eru þeir mættir til Ís­lands til að takast á í krafta­keppni undir leið­sögn Magnúsar Ver Magnús­sonar! Nú kepptu þeir í trukka­drætti á­samt Ás­mundi Einari.

Þá ætla grín­istarnir sér næst að fara í Húsa­fell og reyna sig við steinana þar. Þeir stefna svo á Arn­old Classic og Magnús ætlar að að­stoða þá þar líka.

Grínistarnir voru í léttum gír úti á Granda í dag.
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Magnús Ver sýndi þeim þremenningum hvernig ætti að bera sig að.
Fréttablaðið/Ernir
Bresku grínistarnir lögðu allt í þetta.
Fréttablaðið/Ernir