Á þriðja þúsund gestir sóttu stærsta þorrablót heims, Kópavogsblótið, sem haldið var í gær, föstudag með pomp og prakt. Blótshaldið er sameiginlegt verkefni íþróttafélaga í bænum, Gerplu, Breiðabliks og HK og geri aðrir betur.

Kópavogsblótið var haldið í knattspyrnuhöllinni Kórnum, sem er efst í bænum og tilheyrir HK. Allt ætlaði um koll að keyra svo mikil var stemningin og gleðin ríkti meðal þorrablótsgesta. Veislustjórarnir Steindi og Auddi sáum um að skemmta blótsgestum og Stuðlabandið leik fyrir dansi að sinni alkunnu snilld. Blótstjórinn Jón Sigurður Garðarson var alsæll með gleðina og þakklátur fyrir að geta loks efnt aftur til þorrablóts eftir heimsfaraldur.

„Enn fleiri komu heldur enn síðast og þá teljum við að heimsmetið hafið verið slegið síðan síðast,“ segir Jón og er á því að Kópavogsblótið sé komið til að vera.

Skipulagningin var í höndum Kópavogsblótsnefndar en í henni sitja sjálfboðaliðar félaganna ásamt framkvæmdastjórum Breiðabliks, Gerplu og HK. Að auki komu um 300 sjálfboðaliðar að blótinu, enda krefst risablót að þessu tagi mikils skipulags. Þorrakóngurinn, Jói í Múlakaffi sá um að töfra fram þorrakræsingar kvöldsins sem slógu í gegn eins og von var vísa.

Ljósmyndari Fréttablaðisins náði að fanga brot af stemningunni sem ríkti í Kórnum á þessu gleðilblótið sem líður seint úr manna minnum.

Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir