Að sjálfsögðu þarf rétta sjónvarpið fyrir enska boltann. Þeir sem gera kröfur og horfa mikið á íþróttir í sjónvarpi sjá mikinn mun á myndgæðum milli tækja. Þessi munur er vissulega til staðar, sérstaklega þegar kemur að hreyfingum og litum. Það eru myndgæðin sem fólk er að borga fyrir í fínni tækjunum,“ segir Sindri Thorlacius, vörustjóri hjá ELKO

Upplifunin við áhorf verði margfalt betri með dýpri litum og mýkri hreyfingum og það viti kröfuharðir áhorfendur íþróttaviðburða. Það sé engin tilviljun að stærstu sjónvarpsframleiðendurnir fái frægustu fótboltamenn heims til liðs við sig en Zlatan Ibrahimovic er andlit Samsung, Steven Gerrard og Adam Lallana fyrir LG og Neymar birtist í öllu kynningarefni TCL.

Sérstök fótboltastilling

„Flottustu tækin frá þessum stærstu framleiðendum einblína á íþróttirnar í dag og þá sérstaklega á fótboltann,“ segir Sindri. „Til að mynda eru mörg sjónvörp frá Samsung, LG og TCL komin með sérstaka fótboltastillingu. Allar hreyfingar á skjánum eru mýkri og minni líkur á að áhorfandinn týni boltanum í lengri sendingum, en stundum er eins og boltinn hverfi augnablik úr mynd í eldri og ófullkomnari sjónvörpum, sem dregur úr ánægjunni. Gæðin verða alltaf betri og betri og í dag eru heilt yfir mjög góðar tölvur í sjónvörpum sem sjá um að vinna myndina á skjáinn.

LG framleiðir sjónvörp sem kallast OLED og Samsung sjónvörp sem heita QLED. Þetta eru flaggskipin í dag frá þessum stærstu framleiðendum og við bjóðum að sjálfsögðu upp á þau, auk margra annarra tegunda og merkja,“ segir Sindri.

„Öllum sjónvörpunum er stillt upp í verslunum ELKO og ég hvet fólk til þess að koma og sjá myndgæðin með eigin augum og bera saman. Hér er útsala í gangi og nóg af góðum tækjum á góðum prís,“ segir Sindri.

Nálægt hundrað sjónvörp séu til á lager og ekkert því til fyrirstöðu að ná að tengja nýtt sjónvarp heima áður en fyrsti leikurinn fer fram í enska boltanum í kvöld.

„Við erum með öll helstu vörumerkin á lager og hægt að kaupa beint af vefverslun okkar og sækja strax, ef fólk veit nákvæmlega hvað það vill. Ég mæli líka með því að kíkja til okkar í verslanir, sjá myndgæðin og fá faglegar ráðleggingar. Við erum með vel þjálfað fólk akkúrat í þessum málum. Mörg okkar hér í ELKO horfa mikið á íþróttir í sjónvarpi og vita því nákvæmlega hverju fólk er að leita eftir,“ segir Sindri.

Sjá nánar á www.elko.is