Leik­konan Hayden Panetti­ere og kærasti hennar Brian Hicker­son flæktust í hópslags­mál í Los Angeles á fimmtu­dag að því er slúður­miði­larnir Page Six og TMZ greina frá.

Mynd­bönd hafa verið birt af slags­málunum þar sem parið sést fljúgast á á­samt hópi af fólki fyrir utan Sun­set Marquis hótelið þar sem þau höfðu setið að drykkju fyrr um kvöldið.

Að sögn sjónar­votts sem miðillinn TMZ ræddi við hófust á­tökin inn á barnum og var fólkinu þá hent út af staðnum af yfir­manni. Einn af þeim sem við­riðnir voru slags­málin hélt því fram að Hicker­son hefði hrækt á hann.

Myndir og mynd­bönd sem náðust af at­vikinu sýna hvernig á­tökin fóru stig­vaxandi er út var komið og um tíma lét Panetti­ere sjálf meira að segja höggin dynja. Leik­konan er sögð hafa kallað á kærasta sinn „Brian, fangelsi,“ til að minna hann á var­huga­verða stöðu hans en Hicker­son var dæmdur í skil­orðs­bundið fangelsi eftir marg­í­trekaðar hand­tökur fyrir að hafa beitt Panetti­ere heimilis­of­beldi.

Að lokum náðist að skilja á­rásar­mennina í sundur og stjörnuparið hélt aftur inn á hótelið þar sem þau eru sögð hafa beðið starfs­fólk af­sökunar á hegðun sinni.

Sam­band Panetti­ere og Hicker­son hefur verið bæði storma­samt og of­beldis­fullt en hinn síðar­nefndi eyddi tíma í fangelsi á síðasta ári eftir að hafa játað að hafa beitt kærustu sína of­beldi. Eftir að parið hætti saman um tíma árið 2020 hét Panetti­ere því að vernda aðrar konur frá Hicker­son en þrátt fyrir það tóku þau aftur upp þráðinn ein­hverju síðar.