Í þessari viku stendur yfir há­tíðin „Physi­cal Cinema“ í Reykja­vík. Há­tíðin átti upp­runa­lega að vera hluti ár­legu kvik­mynda­há­tíðarinnar Stock­fish en há­tíðinni var frestað í ár vegna CO­VID-19. Há­tíðar­haldarar á­kváðu samt sem áður að halda „Physi­cal Cinema“ sem er leyfi­legt þrátt fyrir sam­komu­tak­markanir. Alls er 14 mynd­bands­verkum, eftir jafn­marga lista­menn, varpað á hús­næði um Reykja­vík.

„Það má ekki síður vera því dagarnir lengjast,“ segir í til­kynningu frá skipu­leggj­endum há­tíðarinnar.

Verkin eru í gangi allan sólar­hringinn og það kostar auð­vitað ekkert að fara að skoða þau því þau eru hluti af um­hverfi mið­borgarinnar.

„Við mælum að sjálf­sögðu með að skoða verkin þegar dimmt er orðið og verður hægt að berja þau augum út þessa viku til 17. Apríl. Varpanirnar eru hljóð­lausar og fyrir þá sem vilja skreyta þau hljóði þá er hægt að fara inn í mengi.is – the listening room og njóta tón­listarinnar þar eða bara það sem er sett á í bílnum,“ segir Elín Arnar, kynningar- og út­gáfu­stjóri Stock­fish, í til­kynningunni.

Hægt er að finna verkin á eftir­farandi stöðum: Bíó Para­dís, Ráð­húsið, Héraðs­dómur, Vatns­stígur, Mengi, Tjarnar­bíó, Lækjar­gata í glugga Evrópu­sam­bandsins á Ís­landi.

Nánar er hægt að kynna sér há­tíðina hér á vef há­tíðarinnar.

Bíó Paradís
Mynd/Aðsend
Ráðhúsið
Mynd/Aðsend