Í þessari viku stendur yfir hátíðin „Physical Cinema“ í Reykjavík. Hátíðin átti upprunalega að vera hluti árlegu kvikmyndahátíðarinnar Stockfish en hátíðinni var frestað í ár vegna COVID-19. Hátíðarhaldarar ákváðu samt sem áður að halda „Physical Cinema“ sem er leyfilegt þrátt fyrir samkomutakmarkanir. Alls er 14 myndbandsverkum, eftir jafnmarga listamenn, varpað á húsnæði um Reykjavík.
„Það má ekki síður vera því dagarnir lengjast,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar.
Verkin eru í gangi allan sólarhringinn og það kostar auðvitað ekkert að fara að skoða þau því þau eru hluti af umhverfi miðborgarinnar.
„Við mælum að sjálfsögðu með að skoða verkin þegar dimmt er orðið og verður hægt að berja þau augum út þessa viku til 17. Apríl. Varpanirnar eru hljóðlausar og fyrir þá sem vilja skreyta þau hljóði þá er hægt að fara inn í mengi.is – the listening room og njóta tónlistarinnar þar eða bara það sem er sett á í bílnum,“ segir Elín Arnar, kynningar- og útgáfustjóri Stockfish, í tilkynningunni.
Hægt er að finna verkin á eftirfarandi stöðum: Bíó Paradís, Ráðhúsið, Héraðsdómur, Vatnsstígur, Mengi, Tjarnarbíó, Lækjargata í glugga Evrópusambandsins á Íslandi.
Nánar er hægt að kynna sér hátíðina hér á vef hátíðarinnar.

