Rostungurinn Valli hefur vakið mikla kátínu hérlendis og fyrir utan landsteinana.

Þó hann hafi tekið því nokkuð rólega hér á landi við bryggjuna í Höfn í Hornarfirði þá lék hann á als oddi í smábátahöfnum við Írlandsstrendur og víða um Bretlandseyjar og sökkti meðal annars tveimur litlum bátum.

Rostungurinn hefur komist í heimsfréttir fyrir uppátæki sín og hefur breska ríkissjónvarpið BBC meðal annars fjallað um skemmdarverk Wally.

Bæjarbúar í Crookhaven í vestur Cork-sýslu hafa birt mörg myndbönd af svaðilför Valla í smábátahöfninni sem má sjá hér fyrir neðan.