Stundum er bara gott að búa á Íslandi. Hér eru engin hættuleg dýr og engar eitraðar köngulær. Bjartmar Guðlaugsson samdi meira að segja um að hér yrði aldrei engisprettufaraldur, benti á Harald, og sagði; Hér er of kalt.

En út í hinum stóra heimi þar sem ljón, fílar, gírafar, birnir og önnur hættuleg dýr leika lausum hala gerist það oft að mannskeppnan rekst á hið óvænta. Þá er bara fínt að vera hér á Íslandi og ýta á play, horfa og njóta þess að sjá annað fólk vera hrætt.