Árni Frið­leifs­son, lög­reglu­maður, lenti í miklu ævin­týri í Lang­á á dögunum eftir að hafa sett í lax í Holunni, sem er einn af neðstu veiði­stöðum árinnar. Á sam­fé­lags­miðli Stanga­veiði­fé­lags Reykja­víkur má sjá ó­trú­legt mynd­band þar sem má sjá alls­konar príl og sam­vinnu tveggja veiði­mann við að landa laxinum.

Þar segir að fiskurinn rauk með Kol­skegg í kjaftinum niður ána og fram af Sjávar­foss-brúninni út í haf, þar sem hann flækti línuna í stór­grýti undir fossinum.

Í mynd­bandinu sést að Árni hélt ró sinni við þessar sér­stöku að­stæður og fékk veiði­fé­lagann, son sinn Emil Árna­son, til að fara niður fyrir fossinn til að losa línuna.

Hér að neðan má sjá mynd­bandið sjálft.