Tékkneska ofurhuganum Luke Czepiela tókst í vikunni að lenda flugvél á einum frægasta þyrlupalli heims, á Burj Al Arab-hótelinu í Dubaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Umræddur þyrlupallur er í 212 metra hæð og er um 21 metri á lengd og 27 metrar á breidd ofan á einu frægasta hóteli heims.

Undirbúningur hófst árið 2021 í samstarfi við austurríska orkudrykkjaframleiðandann Red Bull.

Umræddur þyrlupallur hefur meðal annars ratað í fjölmiðla þegar Roger Federer og Andre Agassi léku tennisleik á þyrlupallinum.

Þá hefur kylfingurinn Tiger Woods slegið bolta og ökuþórinn David Coulthard leikið listir sínar á þyrlupallinum