Tékkneska ofurhuganum Luke Czepiela tókst í vikunni að lenda flugvél á einum frægasta þyrlupalli heims, á Burj Al Arab-hótelinu í Dubaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Umræddur þyrlupallur er í 212 metra hæð og er um 21 metri á lengd og 27 metrar á breidd ofan á einu frægasta hóteli heims.
Red Bull has done it again.
— Joe Pompliano (@JoePompliano) March 15, 2023
Luke Czepiela landed a plane on top of the helipad at the iconic Burj Al Arab hotel in Dubai.
The helipad is 56 stories high & only 88 feet long, and Czepiela did 650 practice landings before the attempt.
He’s the first pilot to land on the helipad. pic.twitter.com/GKxTEwWZ4Y
Undirbúningur hófst árið 2021 í samstarfi við austurríska orkudrykkjaframleiðandann Red Bull.
Umræddur þyrlupallur hefur meðal annars ratað í fjölmiðla þegar Roger Federer og Andre Agassi léku tennisleik á þyrlupallinum.
Þá hefur kylfingurinn Tiger Woods slegið bolta og ökuþórinn David Coulthard leikið listir sínar á þyrlupallinum