Borgarleikhúsið óskar landsmönnum öllum árs og friðar í nýju myndbandi sem kom út í dag. Einval leikara tekur þátt í myndbandinu en textinn við lagið var samið af Maríönna Clöru Lúthersdóttur og Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur.

„Til að losna við grímuna þarftu að bera hana aðeins lengur. Við þökkum fyrir liðnar samverustundir og hlökkum óstjórnlega til að hitta ykkur á ný. Gleðilegt 2021!," segir í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu.