Tónlistarmaðurinn Khalid gefur íslenskum hákarl þrjár stjörnur af fimm.

Fréttablaðið hitti poppstjörnuna í Björtu loftum í Hörpu og spjallaði við hann um ferð hans til Íslands. Davíð Lúther Sigurðarson framkvæmdastjóri Sahara bauð kappanum upp á hákarl og brennivín og fékk Khalid sér að sjálfsögðu bita og sopa og manaði svo félaga sína til að prófa.

„Þetta er alls ekki slæmt,“ sagði hann um Brennivínið.

Hann er staddur hér á landi og verður með tónleika í Laugardalshöll þann 4.maí ásamt Reykjavíkurdætrum og GDRN.