Banda­ríska fyrir­sætan Kendall Jenner klöngraðist upp fornan stiga á Ítalíu. Þetta má sjá á mynd­bandi sem vakið hefur mikla at­hygli en mynd­bandið tók systir hennar Kyli­e Jenner.

Þær stöllur eru nú á Ítalíu, enda var systir þeirra Kourt­n­ey Kar­dashian að gifta sig rokkaranum Tra­vis Bar­ker. Kar­dashian fjöl­skyldan hefur verið dug­leg að deila mynd­bandi á Insta­gram.

Í mynd­bandinu má sjá hvernig Kendall á í miklum erfið­leikum með að klöngrast upp þennan forna ítalska stiga í þröngum kjól svo erfitt var um vik.

„Ó sjitt, þessir stigar eru klikkaðir,“ segir systir hennar sem gengur á eftir henni með símann á lofti.