Lífið

Mynd­band: Dróni eyði­­leggur bón­orð við Brúar­­foss

Maður sem ætlaði að biðja kærustunnar sinnar við Brúarfoss og ná myndbandi af atburðunum varð fyrir miklum vonbrigðum þegar dróninn skyndilega féll til jarðar.

Skjáskot úr myndbandinu af parinu við Brúarfoss

Maður sem ætlaði að biðja kærustunnar sinnar við Brúarfoss, þann 1. mars. og ná myndbandi af bónorðinu varð eflaust fyrir miklum vonbrigðum. 

Dróninn skyndilega hætti að virka og féll niður til jarðar, á sömu stundu og hann var kominn á hnén. 

Parið var á Íslandi í heimsókn og var við Brúarfoss, í góðu veðri, eins og má sjá á myndbandinu sem fylgir hér að neðan og var deilt á Youtube í síðustu viku. 

Fram kemur í lýsingu við myndbandið að kærastan hafi sagt já.

Hægt er að horfa á myndbandið hér að neðan.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Konunglegu boðskortin engin smjörpappír

Lífið

Ástir með Ástu - Vil ekki vera viðhald

Fólk

Rokkaður stíll og áberandi skart

Auglýsing
Auglýsing