Farþegar sem voru á leiðinni til Amsterdam frá Manchester hafa verið handteknir eftir að slagsmál brutust út um borð í flugvélinni. Manchester Evening News greina frá þessu.
Áhöfn um borð í flugvélinni, sem var frá flugfélaginu KLM, þurfti að stíga inn og stoppa slagsmál brutust út á milli tveggja óstýrilátra hópa.
Í myndbandi sem birtist fyrst á Twitter og hefur síðan verið deilt víða má heyra farþega flugvélarinnar hrópa „hættið“ og „hagið ykkur“ á meðan annar farþegi var barinn. Hópur manna virtist skiptast á að berja mann sem sat á meðan flugþjónar reyndu að stöðva þá.
KLM segir að áhöfn og flugstjóri flugvélarinnar hafi í lokin náð að binda enda á slagsmálin. Allir sem áttu þátt í slagsmálunum voru handteknir þegar þeir komu á Schiphol-flugvöllinn í Amsterdam.
Í tilkynningu frá flugfélaginu segir: „Í gær áttum við voru nokkrir óstýrilátir farþegar í KLM 1070 fluginu okkar frá Manchester til Amsterdam. Flugstjórinn og áhöfnin bundu enda á slagsmál á milli tveggja hópa farþega. Allir sem áttu hlut í máli voru handteknir við komu á Schipol flugvöllinn.“
„Engar tafir urðu á fluginu. KLM þolir ekki yfirgang gegn starfsmönnum eða farþegum. Við biðjum farþega okkar sem kunna að hafa orðið fyrir áhrifum af atvikinu afsökunar.“
Sjá má myndbandið hér:
Nice flight to dam today x pic.twitter.com/4FqulwXN2d
— Maya Wilkinson (@MayaWilkinsonx) May 5, 2022