Tónlistarhátíðin Úlfaldi úr mý­flugu hófst í dag.

Tveggja kvölda dag­skrá er í Mý­vatns­sveit um helgina og nóg um að vera.

Í kvöld var dagskrá í Jarðböðunum þar sem krassasig, Bríet og Auður komu fram.

Veðrið lék við tónleikagesti og stemmingin var gríðarlega góð. Fólk gat notið þess að hlusta á tónleikana á meðan það baðaði sig í vatninu.

Bríet söng fögrum tónum fyrir gesti hátíðarinnar við jarðböðin í kvöld.

Auður og Bríet tóku lagið saman.
Fréttablaðið/ Benedikt Bóas

Veislan heldur áfram á morgun en þá fara fram tónleikar með Stefáni Elí, Haka, Cell 7 og Dimmu. Hægt er að nálgast upplýsingar um tónleikana á Tix.is.