Úrslit í Skrekk fór fram í kvöld þar sem átta skólar sýndu listir sínar á Stóra sviði Borgarleikhússins. Hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu frá kvöldinu.

Lang­holts­skóli bar sigur úr býtum en atriði þeirra hét Boðorðin 10 og fjallar um óskrifaðar samfélagsreglur og háar væntingar til unglinga. Hagaskóli lenti í þriðja sæti og Ingunnarskóli í öðru sæti.

Skrekkur er árleg sviðslistakeppni milli grunnskóla í Reykjavík. Þar fá unglingar að vinna með hugmyndir sínar og þróa sviðsverk fyrir hönd síns skóla.

Fjölmargir landsþekktir listamenn Íslendinga hófu feril sinn í Skrekk og er ljóst eftir sýningar kvöldsins að þjóðin hafi þarna séð fjölmarga leikara, tónlistarmenn og dansara framtíðarinnar stíga sín fyrstu skref á stóru sviði.

Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir

Atriðin í ár fjalla um sjálfs­mynd ung­linga, líf,  líðan og áskor­an­ir, þau fjalla um sorg og gleði, áföll, ein­hverfu, nostalgíu, vandann við að setja upp Skrekksatriði og svo er einn skóli sem gagn­rýn­ir stjórn­völd fyr­ir að senda er­lend börn úr landi.

Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir

Það eru tveir skólar sem taka fjölmenningu og fjölbreytileika tungumála í skólunum inn í atriðin sín. Unglingarnir nýta all­ar sviðslist­ir í atriðin; söng, dans, leik­list og gjörn­inga. Þau sjá um að semja atriðin, leik, dans, sögu, söng og sumir eru með frumsamin lög. Krakkarnir sjá líka tækni­hliðina, bún­inga og smink. Full­orðnir einungis styðja þau við uppsetningu atriðanna.

Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir

Eft­ir­far­andi skól­ar og atriði voru í úr­slit­un­um

Selja­skóli - Sköp­un jarðar

Aust­ur­bæj­ar­skóli - Kæri for­sæt­is­ráðherra

Haga­skóli - 5 stig missis        

Hlíðaskóli - Beirút­in mín

Lang­holts­skóli - Boðorðin 10

Lauga­lækj­ar­skóli - Í öðru ljósi

Ing­unn­ar­skóli - Af hverju má ég ekki bara vera ég?             

Sæ­mund­ar­skóli - Leit­in að liðnum tím­um

Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir