Kristján Einar Sigur­björns­son opnar sig um ástina, upp­vaxtar­árin og sjó­mennskuna í ein­lægu við­tali sem finna má í Frétta­blaðinu í dag.

Kristján flaggar þykku síðu hári sem sjálfur Fabio væri stoltur af og ber það af sama þokka og sjálft goðið.

Við­talið ber að­eins tvær myndir en fleiri myndir voru teknar af hús­víska sjó­manninum og Ernir Eyjólfs­son, ljós­myndari blaðsins, fangaði fegurðina í gegnum linsuna.

Kristján, sem varð varð 23 ára í vikunni, segist aldrei hafa pælt neitt í aldurs­muninum á milli hans og Svölu í við­talinum.

„Mörgum gæti fundist það skipta máli, en það skiptir sjálfan mig engu máli. Við finnum stundum fyrir for­dómum en þó mun meira fyrir stuðningi frá alls konar fólki sem trúir og veit að ástin spyr ekki um aldur.

Ég hef aldrei látið álit annarra hafa á­hrif á mínar á­kvarðanir í lífinu og er sama um allt um­tal. Ég geri það sem gerir mig hamingju­saman, sama hvað öðru fólki finnst um það,“ segir kappinn.

Hér að neðan má sjá myndir Ernis af Kristjáni:

Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir