Það er ó­hætt að segja að Hrekkja­vöku­há­tíðin sé komin til að vera á Ís­landi en hún var haldin með skemmti­legum hætti í hinum ýmsu hverfum borgarinnar nú í kvöld.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint hefur myndast ó­trú­leg stemning fyrir há­tíðinni en gras­ker eru upp­seld í nánast öllum verslunum landsins og ljóst að há­tíðin nýtur vaxandi vin­sælda hér­lendis.

Blaðið fangaði stemninguna meðal annars í Hlíðunum í Reykja­vík og í Hvömmunum í Hafnar­firði. Eins og sjá má mátti sjá ýmsar furðu­verur á kreiki eins og nornir, múmíur og ógn­vekjandi trúða.

Ljóst er á hinum ýmsu Hrekkja­vöku­grúppum á Face­book að fjöldi heimila tók þátt að þessu sinni og krökkum boðið upp á nammi á því sem er orðin ár­leg grikk eða gott ganga.

Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Elín
Fréttablaðið/Elín
Fréttablaðið/Elín
Fréttablaðið/Elín